Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2022
ÞÚ FÆRÐ BOSCH
BÍLAVARAHLUTI HJÁ KEMI
Kemi | Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is
Sanna Marin, forsætisráðherra
Finnlands, sagði í gær að hún hefði
ekkert á móti því að gangast undir
vímuefnapróf, eftir að myndbands-
upptökur af henni í heimateiti vöktu
gagnrýni.
Í upptökunum má sjá forsætisráð-
herrann dansa með vinkonum sínum
og viðurkenndi Marin að áfengi hefði
verið haft um hönd. Upptökunum
hefur verið dreift víða á samfélags-
miðlum, og munu einhverjir af gagn-
rýnendum hennar hafa gert því
skóna, að þar heyrist vísanir til notk-
unar vímuefna.
Marin neitaði þeim ásökunum hins
vegar harðlega. „Ég hef ekkert að
fela. Ég hef ekki notað vímuefni og
hef þess vegna engar mótbárur gegn
því að taka próf,“ sagði Marin á
blaðamannafundi sínum í gær. Þá
ítrekaði hún að hún hefði aldrei orðið
vitni að neyslu vímuefna.
Sagði Marin að myndböndin hefðu
verið tekin í hópi vina, og hefðu þau
ekki verið hugsuð til opinberrar
dreifingar. Sagðist hún hafa áhyggj-
ur af því að þeim hefði verið lekið.
Antti Lindman, þingflokksformað-
ur sósíaldemókrata, varði Marin í
gær og sagðist ekki sjá neitt athuga-
vert við að fólk dansaði í heima-
húsum með vinum sínum. Sumir af
stjórnarandstæðingum hafa hins
vegar sagt framferði Marin óvið-
unandi fyrir manneskju sem jafn-
framt gegni hlutverki þjóðarleiðtoga
Finna.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Marin, sem er 36 ára gömul, er gagn-
rýnd fyrir einkalíf sitt, en hún þurfti
að biðjast afsökunar í desember síð-
astliðnum á að hafa sótt öldurhús í
Helsinki, þrátt fyrir að hún vissi að
hún hefði verið í samskiptum fyrr um
daginn við einn ráðherra sinn, sem
greinst hafði með kórónuveiruna.
AFP/Matias Honkamaa
Finnland Sanna Marin svarar
spurningum fjölmiðla í gær.
Reiðubúin að taka
vímuefnapróf
- Gagnrýnd fyrir þátttöku í teiti
Josep Borrell, utanríkismálastjóri
Evrópusambandsins, sagði í gær að
krísuviðræður á milli Serba og
Kósóvóa, sem ESB hefur staðið að,
hefðu ekki náð að draga úr spenn-
unni sem ríkir á milli ríkjanna
tveggja. Borrell sagði þó að viðræð-
urnar myndu halda áfram.
„Þetta eru ekki sögulok,“ sagði
Borrell. „Viðræðurnar halda áfram á
næstu dögum … ég mun ekki gefast
upp,“ sagði hann.
Albin Kurti, forsætisráðherra Kó-
sóvó og Aleksandar Vucic, forseti
Serbíu, tóku þátt í viðræðunum en
þeim var ætlað að draga úr spennu
og óróleika sem hefur skekið sam-
skipti ríkjanna undanfarnar vikur.
Peter Petkovic, einn af ráðgjöfum
Vucic, sagði hins vegar í gær að for-
setinn hygðist flytja „eina af sínum
mikilvægustu ræðum“ í dag, fös-
tuda. Þá hermdu serbneskir rík-
isfjölmiðlar að Vucic ætlaði sér að
halda „neyðarfund“ með leiðtogum
serbneska minnihlutans í Kósóvó á
sunnudaginn.
Ósáttir við bílnúmeraplötur
Tvö málefni voru í brennidepli á
fundinum. Annars vegar var rætt
um áform stjórnvalda í Kósóvó um
að samræma bílnúmeraplötur yfir
allt landið en serbneski minnihlutinn
í norðurhluta landsins hefur tekið
þau áform óstinnt upp. Þá var einnig
rætt um þau skjöl sem fólk þyrfti að
hafa meðferðis sem vildi ferðast um
landamæri nágrannaríkjanna.
Borrell sagði að alþjóðasamfélagið
vildi ekki að frekari spenna kæmi
upp í samskiptum Serbíu og Kósóvó
og að ríkin myndu bera fulla ábyrgð
á því ef hún yrði aukin.
Neyðar-
fundur án
árangurs
Kósóvó Friðargæsluliðar á vegum
NATO í Kósóvó fyrr í mánuðinum.
AFP/Armend Nimani
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu,
fagnaði í gær heimsókn Receps Ta-
yyips Erdogans Tyrklandsforseta til
landsins og sagði hana senda öflug
skilaboð um stuðning Tyrkja við
Úkraínumenn. Þetta var í fyrsta
sinn sem forsetarnir tveir hittust,
augliti til auglitis, eftir að innrás
Rússa hófst í febrúar síðastliðnum,
en Erdogan hefur reynt að gegna
hlutverki milligöngumanns í átökun-
um.
Selenskí fundaði einnig í gær með
Antonio Guterres, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, og
ræddu þeir um öryggi kjarnorku-
versins í Saporisjía. Skoraði Sel-
enskí á Sameinuðu þjóðirnar að
grípa inn í, til þess að tryggja öryggi
versins, en harðir bardagar hafa
verið í nágrenni þess síðustu daga.
Leiðtogarnir þrír funduðu svo all-
ir saman í borginni Lvív í vestur-
hluta Úkraínu. Þar ræddu þeir sér-
staklega samkomulagið, sem
Erdogan og Guterres stóðu að, um
flutninga á korni frá Úkraínu. Nú
þegar hafa 25 flutningaskip hlaðin
korni farið frá úkraínskum höfnum
eftir að samkomulag náðist á milli
Rússa og Úkraínumanna um að
hægt yrði að senda flutningaskipin í
gegnum hafnir við Svartahaf þar
sem Rússar hafa haft tögl og hagld-
ir. Lagði það 25. af stað í gær, og er
von á því til Egyptalands á næstu
dögum.
Guterres mun í dag heimsækja
hafnarborgina Ódessu, sem er ein af
þremur borgum sem taka þátt í
kornflutningunum, og er stefnt að
því að hann fari þaðan til Tyrklands
til stjórnstöðvar verkefnisins.
Óttast var fyrr í sumar að alþjóð-
leg hungursneyð kynni að herja á
heiminn, einkum fátækari ríki heims
vegna styrjaldarinnar, þar sem ekki
yrði mögulegt að flytja korn frá
Úkraínu eða Rússlandi til annarra
heimshluta.
Samkomulag náðist hins vegar í
júlímánuði með milligöngu Tyrkja
og segja Sameinuðu þjóðirnar að í
fyrri hluta ágústsmánaðar hafi rúm-
lega 563.000 tonn af landbúnaðar-
afurðum, þar af rúmlega 451.000
tonn af korni, verið send frá Úkra-
ínu.
Vara við „ögrun“ við verið
Varnarmálaráðuneyti Rússlands
varaði í gær við því að Úkraínumenn
væru að undirbúa „hryðjuverka-
árás“ við kjarnorkuverið í Saporisjía
í dag. Hafnaði það jafnframt ásök-
unum um að Rússar hefðu staðsett
stórskotalið í nágrenni versins, sem
gæti þá látið skothríð rigna yfir ná-
grannasveitir án þess að óttast skot-
hríð til baka. „Það eru bara varð-
liðar við verið,“ sagði í yfirlýsingu
ráðuneytisins.
Bandaríska NBC-sjónvarpsstöðin
hafði hins vegar eftir heimildar-
mönnum sínum, úr úkraínsku leyni-
þjónustunni, að Rússar hefðu skipað
starfsmönnum versins að mæta ekki
til vinnu í dag. Því heyrðust vanga-
veltur um að Rússar kynnu að hafa í
huga einhverjar aðgerðir við kjarn-
orkuverið, sem Úkraínumönnum
yrði kennt um.
Sagði í yfirlýsingu leyniþjónustu
úkraínska hersins að hún vissi til
þess að fulltrúar Rosatom, rúss-
nesku kjarnorkumálastofnunarinn-
ar, hefðu yfirgefið verið í flýti í gær.
Sakaði leyniþjónustan Rússa um að
undirbúa „ögrun“ við verið, sem
væri sérstaklega tímasett með það í
huga að Guterres væri nú í heim-
sókn í Úkraínu.
SÞ verði að tryggja öryggi
Selenskí sagði eftir fund sinn með
Guterres í gær að Sameinuðu þjóð-
irnar yrðu að tryggja öryggi versins
og að svæðið í kringum það yrði gert
herlaust. Bætti hann við að úkra-
ínskir vísindamenn væru í stöðugum
samskiptum við alþjóðakjarnorku-
málastofnunina IAEA til að reyna
að fá stofnunina til að senda eft-
irlitsmenn til versins.
„Rússneski herinn verður að yf-
irgefa kjarnorkuverið og nágranna-
svæði þess og taka með sér hergögn
sín frá verinu,“ sagði Selenskí og
bætti við að það yrði að gerast sem
fyrst og án nokkurra skilyrða.
Jens Stoltenberg, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins,
sagði í gær að hertaka Rússa á
kjarnorkuverinu ógnaði öryggi þess
og yki líkurnar á því að kjarnorku-
slys ætti sér stað.
Kallaði Stoltenberg einnig eftir
brottför Rússa frá verinu og því að
IAEA sendi eftirlitsmenn þangað.
Þá sakaði hann Rússa um að hafa
komið stórskotaliði fyrir í nágrenni
versins.
Heimsóknin sendi skilaboð
- Selenskí fundaði með Erdogan og Guterres í gær - Ræddu samkomulagið um
kornflutninga - Rússar segja Úkraínumenn undirbúa „hryðjuverk“ í Saporisjía
AFP/Forsetaembætti Tyrklands
Fundur Erdogan Tyrklandsforseti, Selenskí Úkraínuforseti og Antonio Guterres funduðu í gær í borginni Lvív.