Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fasteignir Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgar- svæði hækkar en vísitala leiguverðs lækkar. Þinglýstir leigusamningar um íbúðarhúsnæði voru 480 talsins á landinu öllu í júlí. Fækkaði þeim um 24,4% frá mánuðinum á undan og um 60,3% frá júlí 2021. Fram kemur á vef Þjóðskrár að á höfuð- borgarsvæðinu voru þinglýstir leigusamningar 345 í júlí og fækkaði þeim um 19,8% frá því í júní 2022 og um 34,5% frá júlí 2021. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem sýnir breytingar á vegnu meðaltali fer- metraverðs, stóð í stað í júlí miðað við júní. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 0,6% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 7,4%. Íbúðaverð hækkar Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem Þjóðskrá reiknar einnig út og sýnir breyt- ingar á vegnu meðaltali fermetraverðs, hækk- aði um 1,1% milli júní og júlí. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 6,4%, síðastliðna sex mánuði hækkaði hún um 15,5% og síðast- liðna 12 mánuði hækkaði hún um 25,5%. Þinglýstum leigusamningum fækkar - Samdrátturinn nemur 34,5% frá júlí á síðasta ári 8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2022 Skuldir og skuldbindingar borgarsjóðs, svokallaðs A-hluta Reykjavíkurborgar, jukust á fyrstu þremur mánuðum ársins um níu milljarða króna, eða um eitt hundr- að milljónir á dag. Þetta er enn verri þróun en að meðaltali á síðasta kjör- tímabili en þá hækkuðu skuldirnar um það bil um fimmtíu milljarða króna. - - - Viðskiptablaðið sagði í gær frá því að borginni hefði gengið treglega að afla nýs lánsfjár með skuldabréfaútboðum að undan- förnu. Rætt var við Valdimar Ár- mann, forstöðumann eignastýringar hjá Arctica Finance, sem segir að mikil umræða hafi verið um fjármál borgarinnar og aukna skuldsetn- ingu: „Ætla má að fjárfestar hafi horft til þess að borgin þyrfti senni- lega að auka í útgáfuna til að fjár- magna hallareksturinn,“ segir hann. - - - Þá bendir Valdimar á að ríkissjóð- ur, sem sé stór á markaðnum, hafi dregið úr fjármögnunarþörf sinni og gömlu verðtryggðu íbúða- bréfin séu farin að greiðast frekar hratt upp, þannig að þetta ætti ekki að vera slæmur tími fyrir borgina að gefa út skuldabréf. - - - Þá segir hann áhugavert að Reykjavík þurfi nú, ólíkt því sem áður var, að fjármagna sig á verri kjörum en Lánasjóður sveitar- félaga. Valdimar segir að þetta bendi til að markaðurinn sé búinn að verðleggja hallarekstur borgar- innar inn í ávöxtunarkröfu skulda- bréfanna, sem þýðir að hallarekstur- inn er að verða borgarbúum æ dýrari, ekki aðeins vegna aukinna skulda heldur einnig vegna óhag- stæðari vaxtakjara. Hallarekstur borg- arinnar þyngist STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ S: 555 0800 · Fornubúðum 12 · Hafnarfirði · sign@sign.is · facebook.com/signskart WWW. S I G N . I S Gengið hefur verið frá sam- komulagi á milli Háskólans á Hól- um og FISK Seafood ehf. á Sauð- árkróki um nýtt húsnæði fyrir fiskeldis- og fiskalíffræðideild skól- ans. Starfsemin hefur um langt árabil verið rekin með stuðningi FISK Seafood í húsnæði félagsins á Sauð- árkróki en mun á næsta ári færast á tæplega tvö þúsund fermetra í nágrenni skólans í Hjaltadal. Hús- næðið var áður í eigu FISK Sea- food en hefur nú verið gefið skól- anum ásamt myndarlegum fjárstyrk til þess að flytja búnað deildarinnar og koma honum fyrir í nýjum húsakynnum. Fram kemur í tilkynningu, að með þessu undirstriki FISK Sea- food vilja sinn til þess að styðja áfram við bakið á þeirri mikilvægu starfsemi sem háskólinn starfrækir á sviði rannsókna og kennslu. FISK Seafood áformar umtals- verðar byggingarframkvæmdir vegna nýs hátæknifrystihúss og fiskvinnslu á athafnasvæði sínu við höfnina á Sauðárkróki. Á meðal mannvirkja sem þurfa að víkja er húsnæði sem skólinn hefur haft af- not af án endurgjalds í tæpa tvo áratugi. Aðstaðan, sem FISK Sea- food hefur nú gefið skólanum, hýsti áður bleikjueldi Hólalax í Hjaltadal sem var í eigu FISK Seafood en hefur nú verið lagt af. Haft er eftir Hólmfríði Sveins- dóttur, rektor Háskólans á Hólum, í tilkynningunni, að um sé að ræða mikilvægt skref í áttina að framtíð- aráformum um byggingu á nýju kennslu- og rannsóknahúsnæði á Sauðárkróki fyrir starfsemi Fisk- eldis- og fiskalíffræðideildarinnar. Háskólinn á Hólum fær hús að gjöf - Fiskeldis- og fiska- líffræðideild skólans flyst í hús Hólalax Morgunblaðið/Björn Jóhann Háeyri Fiskeldisdeild Háskólans á Hólum hefur verið á Sauðárkróki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.