Borgfirðingabók - 01.12.2015, Page 43
43
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
meinað konu sinni að fara til kirkju, hún átti að vera heima hjá börn-
unum. Til að vera öruggur um það slátraði hann nokkrum kindum.
Þannig yrði Sesselja nú örugglega bundin heima því ekki myndi hún
vilja láta matinn fara forgörðum. En hún sá við þessu og vakti alla
nóttina; gekk frá kjötinu og vann innmat í slátur og fleira. Því næst fór
hún með börnin til kirkju. Þegar heim kom á hann að hafa skapraunað
henni með því að fella reiðhestinn hennar. Sagt er að þá hafi hún farið
heim í Eskiholt og sagst ekki myndu koma aftur fyrr en bóndi hennar
sækti hana sjálfur, sem hann og gerði að lokum.5
Fleiri sögur hafa varðveist um viðbrögð Sesselju við hrjúfu skapferli
Jóns. Eitt sinn var verið að reiða heim hey á hestum og höfðu tveir synir
þeirra hjóna, Kristófer og Jóhann, stolist til að sitja ofan í milli, þ.e. á
milli bagganna. Þegar Jón sá þetta reiddist hann og gerði sig líklegan til
að veit ast að Jóhanni sem hljóp við það inn í bæ til að forðast reiði föður
síns. Þar sat Sesselja rólyndisleg á rúmi sínu við handavinnu. Hún benti
syni sínum á að koma til sín og faldi hann fyrir ofan sig í rúminu þar til
Jóni var runnin reiðin.6
Þess má geta að glettni og stríðni var alla tíð rík í systkinahópnum á
Val bjarnarvöllum. Sem dæmi má nefna að eitt sinn hafi Jón faðir þeirra
verið á leið í Þinghólsrétt. Ekki fylgir sögunni hvort dæturnar færu, en
hann vildi hins vegar gjarnan hafa það þannig að hann riði fremstur, en
synirnir á eftir í aldursröð. Þeim fannst þetta óþarfa hégómi og tveir þeir
yngri7 riðu svonefnda Klifdali og urðu á undan í réttina. Þar biðu þeir
þegar faðir þeirra kom, eflaust ekki hrifinn af uppátækinu.
Árið 1950 birtist falleg grein eftir Kristínu Ólafsdóttur frá Sumarliðabæ8
en hún hafði verið heimiliskennari á Valbjarnarvöllum um aldamótin
1900. Hún segir Jón hafa verið fátalaðan, en traustan og vitran og hann
hafi lagt mikið upp úr menntun barna sinna. Hann var hreppstjóri og
oddviti og afar gestkvæmt á heimilinu. Svo segir Kristín: „Gestnauð jók
mjög við störf húsfreyjunnar [...]. Sjaldan hafði Sesselja hjálparstúlkur,
hún vann sjálf myrkranna á milli og meira en það.“ Við þetta má svo
5 Sigurjón Jóhannsson. 2015.
6 Sigurjón Jóhannsson. 2015.
7 Líklega Jóhann og Kristófer.
8 Lesbók Morgunblaðsins, 3. september.