Borgfirðingabók - 01.12.2015, Page 50
50
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
þvert á enda bátsins. Þeir eru ólíkir „flatbytnum“ að því leyti, að „flat-
bytn ur“ hafa mjótt stefni í stað gafls. Afturgafl „prammanna“ er næstum
jafn breiður miðju bátsins.
Þessi gerð báta er einkar hentug á straumvötnum á borð við Hvítá,
vegna þess hvað þeir eru grunnskreiðir. Kjölurinn streðar ekki á móti
straumnum, heldur svífur báturinn yfir vatnsflötinn, sem gerir það
að verkum, að hann er mjög hraðskreiður. Eins eru þessir bátar mjög
stöðugir; sem dæmi um stöðugleika þeirra má nefna að hægt er að draga
tvo sjóvota karlmenn upp í hann sömu megin án þess að hann súpi á.
„Prammana“ drífur minna og þá rekur ekki þegar verið er að leggja. Er
þetta mjög stór kostur, því eftir því sem bátum er hættara við reki, því
hættulegra er fyrir veiðimanninn eða þann sem er að leggja í það sinnið.
„Prammarnir“ eru mjög stöðugir í rásinni, mikið stöðugri en skektur,
vegna þess að undiraldan nær ekki að kippa eins mikið í þá.
Kristján Guðjónsson, Ferjubakka II flytur heimilisfólk og gesti á Ferjukotseyrar
á íþrótta eða hestamót árið 1958. Ekki er vitað með vissu hverjir drengirnir tveir
lengst til vinstri eru. Næstur þeim er Hallgrímur Halldórsson, Sigríður Halldórsdóttir,
Sigrún Kristjánsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, fyrir aftan hana er Sigríður Inga Krist
jánsdóttir, næst henni er Pétur sem var sumarstrákur á Ferjubakka II, síðan er báta
smiðurinn Kristján Guðjónsson að stöðva vélina, fyrir framan hann er Sigrún Hall
grímsdóttir. Myndina tók Snærún Halldórsdóttir eiginkona Hallgríms.