Borgfirðingabók - 01.12.2015, Page 53
53
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
en er fest í útspýtunum. Grindasög er betri en venjuleg sög að því leyti
að hægt er að saga með henni í boga.
Næst er þá að nefna bandmálið. Það er álíka venjulegri keðju, en
hlekk irnir eru mjög sverir. Bandmálið er notað til þess að mæla fyrir
bönd unum. Það er notað þannig: Fyrst er bandmálið lagt í fullgerðan
botn bátsins og látið laga sig eftir laginu á honum. Þegar bandmálið er
búið að ná lögun bátsins er það tekið upp og lagt á það borð sem smíða á
band ið úr. Keðjulásarnir eru það stífir að þeir halda lögun bandmálsins.
Að síðustu er merkt fyrir bandinu í viðinn og það sagað út.
Að lokum er það hefillinn. Það er notaður venjulegur spónahefill;
hann er notaður til þess að spæna borðin og rétta þau. Það er mikilvægt
að borðin falli þétt saman og oft þarf að lagfæra eitt og annað í viðnum.
Kjölurinn
Það fyrsta sem er smíðað á bátnum er kjölurinn. Hann er úr þykkari
viði en borðin, eða 11/2 x 8“. Kjaltréð er haft jafnlangt bátnum, eða nær
frá framgafli til afturgafls, og er nærri 5 metrar. Vanda verður smíði þess
sem best, því sjóhæfni hvers báts fer mikið eftir því hvernig kjölurinn
er smíðaður. Kjölurinn verður að vera alveg beinn, annars er hætta á að
báturinn verði rangskreiður. Ef einhver bunga hefur komist á viðinn
einhverra hluta vegna, verður að hefla hana af. Stundum er kjaltréð hert
með því að negla á það járnþynnu. Hún er til þess að varna því að skörð
mynduðust eða kjölurinn brotnaði við högg ef báturinn strandaði. Járn-
þynnan er venjulega ekki sett á fyrr en öllu öðru er lokið við bátinn
sjálf an.
Kjölurinn er rúnnaður hálsmegin (það sem snúa á fram) til þess að
við spyrnan verði sem minnst, en aftur á móti er hællinn látinn halda sér.
Næsta skref er kjalbekkurinn, það er tréð sem hvílir ofan á kilinum.
Kjal bekkurinn er úr enn þykkari furu en kjölurinn, hann er hafður jafn-
langur kilinum. Hann lítur út eins og þríhyrningur en í eitt „horn“ hans
er söguð rauf þar sem kjölurinn er skorðaður í og standa 1-2“ sitt hvoru
megin niður með kilinum. Kjalbekkurinn er festur með 8-10 boltum,
en ekki saumum eins og annars staðar í bátnum vegna þess að þeir eru
ekki nógu sterkir eða stórir. Róin er sett innan í bátinn. Kjalbekkurinn
er höggvinn út í eitt í báða enda, þannig að hann komi á móts við kjal-
síðurnar sem eru neðstu borðin í bátnum.
Þegar kjalbekkurinn er festur á kjölinn er hann stokkfestur, þ.e.a.s.