Borgfirðingabók - 01.12.2015, Page 58
58
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
Hvert band fyrir sig er gert úr þremur hlutum: a)botnbandi eða kjal-
bandi, sem liggur yfir miðju bátsins, b) síðubandi, sem liggur upp með
síðunum hvoru megin, og c) áfellu, sem liggur upp við rímarborðið
og undir borðstokkinn. Þessir hlutar bandanna eru skeyttir saman og
bundnir með litlum saumum. Eins og áður sagði er mælt fyrir böndun-
um með bandmáli. Það er mjög vandasamt verk, því böndin þurfa að
falla þétt upp að borðunum. Böndin eru söguð út með grindasög og til
þess að þau styðji við hvert borð fyrir sig, eru sagaðar eins konar tröppur
í böndin. Tröppurnar eru kallaðar sultir. Sultirnar eru þó ekki látnar ná
alveg að borðunum alls staðar, heldur er haft smágat á milli þeirra, til
þess að sjórinn nái að renna frítt en sitji ekki á milli bandanna.
Miðja kjalbandsins er látin liggja yfir kjalbekkinn og er fest við hann
með boltum. Eins og á kjalbekknum er róin látin snúa inn.
Böndin eru öll kölluð sínum nöfnum, þó er misjafnt eftir landshlut-
um hvað hvert band heitir. Bandið næst afturgafli er kallað þóftuband,
næsta fótband eða spyrna, tvö næstu bönd eru kölluð miðskipsbönd og
fremstu böndin eru kölluð brúðarbönd.
Borðstokkun
Þegar búið er að binda bátinn er hægt að snúa sér að borðstokkuninni.
Borðstokkunin fer þannig fram: Þverspýta er lögð þvert á borðin
og böndin. Tréð sem notað er í borðstokkinn er venjulegt borð.
Borðstokkurinn er lagður utanvert við rímarborðið, þ.e.a.s. efsta borðið.
Borðstokkstréð er sveigt eftir lögun bátsins og varð að gegnvæta það vel
svo hægt væri að sveigja það. Borðinu var haldið vel að rímarborðinu
þegar það var saumað. Það var stolt hvers bátasmiðs að borðstokkurinn
væri sem fallegastur.
Frágangur
Eftir að borðstokkurinn er fullgerður er borað fyrir keipunum. Þótt
„pramm arnir“ séu með vélum þykir öruggara að hafa árar til vonar og
vara. Keiparnir eru venjulega úr járni. Á eldri bátunum voru þeir n.k.
steypu teinar sem stungið var í borurnar, en á yngri bátana eru keyptir
til búnir keipar.
Undir frágang heyrir smíði bæði innanstokks og utan. Þar á meðal