Borgfirðingabók - 01.12.2015, Page 72
72
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
fram að Þverfelli. Um leið og við komum þar, kom bíll að sækja mjólk
þangað. Bílstjóri var Jón Úlfarsson úr Borgarnesi. Ráðgast var við Björn
Davíðsson bónda um gönguna. Guðmundur Kjerúlf fór síðan með bíl-
inn á Uxahryggjaveginn og yfir að Reyðarvatni syðst, þar var gangna-
manna hús.
Gangnamannahús við Reyðarvatn. Myndin tekin 1946.
Síðan gengum við fram að Reyðarvatni, norðan við Þverfell. Þar skiptum
við liði, tveir fóru suður milli vatns og fellsins, en flestir, þar á meðal ég,
fóru norður fyrir. Ekki var lagt í að ganga yfir vatnið á ísnum, en við
norðurendann var komið að Grímsá auðri vegna kaldavermslis. Urðum
við því að vaða yfir.Töluvert vatn var í ánni, ekki stígvélatæk, svo við
máttum vaða berfættir. Það var býsna kalt, enda var talsvert frost. Ekki
fundum við mikið fyrir því, enda allir á góðum aldri og í sæmilegu
formi.
Nú hófum við leitina og gengum suður austan Reyðarvatns, í röð
með hæfilegu bili milli manna. Nokkrar smáár voru á leiðinni, all ar
stíg véla tækar. Landslag er þarna mishæðótt. Þar eru til dæmis Lang-
ás og Leir ár höfði. Við héldum göngu áfram að suðurenda Reyðar-
vatns, að gangna manna bragganum, þar sem bíllinn var kominn. Þar
var stans að snöggv ast, en síðan lagt upp og farið á bílnum norður eftir
Kalda dalsvegi. Á móts við bragga frá stríðsárunum var farið úr bílnum,
kom ið þar snöggvast við, og síðan gengið í röð suður sunnan vegarins