Borgfirðingabók - 01.12.2015, Page 108
108
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
leggja gufu-hitaveitu frá hver í bæ sinn. Hann gerði það með þeim hætti
að steypa yfir hverinn og leggja rör frá honum upp í hús – í steinþró sem
þar var og gaf hita til eldamennsku og síðar upphitunar.10 Nú ber að hafa
í huga að þetta var þróunarverkefni sem hefur byrjað um 1908 og staðið
að minnsta kosti til 1911. Erlendur vann fyrst og fremst með gufuna, en
á svipuðum tíma var annar framfaramaður, Stefán B. Jónsson á Reykjum
í Mosfellssveit að vinna að því að koma fyrir upphitun með heitu vatni
á sínu búi. Afrek Erlendar verður ekki minna fyrir það.11
Jóhannes var elsti sonurinn og það kom ekki síst í hans hlut að aðstoða
10 Byggðir Borgarfjarðar I 1998:537. Kristleifur Þorsteinsson á Stórakroppi Héraðssaga
Borg ar fjarðar 1938:41-42 (Notkun jarðhita í Borgarfirði) o.v.
11 Þórður sonur hans lýsti verkinu svo: Hverinn, sem var virkjaður, var 26-30 faðma frá
bænum, og undan halla. Vatnið í hvernum var á að gizka 90-100 stiga heitt á celsíus.
Er lendur steypti yfir og utan um augað á hvernum, þó þannig, að vatnið rann neðst úr
steypta hólfinu út í gegnum vatnslás. Efst í hólfinu var pípa, 4 þumlungar í þvermál, og
þrýst ist gufan upp í gegnum hana. Gróf Erlendur síðan skurð frá þessari pípu og heim í
bæinn og steypti hann í botninn tók þá plötur úr sléttu járni og skipti þeim í lengjur og
beygði þær þvers í hálfhring. Hvolfdi síðan lengjunum ofan í steyptan skurðbotninn og
steypti yfir járnið. Fékk Erendur á þann hátt 3-4 þumlunga víða pípu, sem leiddi gufuna
frá hvernum heim í bæinn. Gufan var til að byrja með leidd í járndunk, en þaðan lá pípa
upp úr þaki bæjarins og fékk þar útrás.
Jórunn Kristleifsdóttir, kona Jóhannesar, klappar þvott á steini við hverinn. Á bak við
er laugarhúsið, þar voru stórir gufusuðupottar og aðstaða til þvotta og matargerðar.
Þangað kom iðulega fólk af næstu bæjum til að þvo þvott í hvernum og sjóða mat í
pottunum.