Borgfirðingabók - 01.12.2015, Page 123
123
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
Evrópulerki en Tré ársins 2014 er lang digrast og einnig hæst. Oft er
Evrópulerki kræklótt og með stórum hliðargreinum og það er Tré ársins
2014 einnig. Lerkitrjánum í Lundinum hefur fækkað vegna þess að tré
hafa brotnað í snörpum vindi.
HVERS VEGNA?
Reynum að setja okkur í spor Sigurðar sýslumanns. Hvers vegna lagði
hann út í að rækta skóg á Íslandi og hvers vegna hafði hann svona mikla
trú á því að það væri hægt? Ástæður þess geta verið margar. Hann hefur
kynnst skógum á námsárunum í Danmörku, mikil vakning var á Íslandi
í upphafi aldarinnar að klæða landið skógi, sbr. einkunnarorð Ung-
menna félagshreyfingarinnar „Ræktun lýðs og lands“, fyrstu lögin um
skógrækt eru frá 1907 og líklegt er að Sigurður hafi þekkt fólk sem
ræktaði trjáplöntur og þannig haft kost á að fá tré til gróðursetningar.
Hver sem megin ástæðan hefur verið fyrir því að Sigurður lagði út í
þetta fyrirtæki er ljóst að tilraunin heppnaðist, þótt það hafi tekið meir en
100 ár að henni væri veitt athygli. Nú stendur í Lundinum minnisvarði
um að hugsjónir manna fyrir meira en öld gengu upp, Lundurinn er
minn is varði um að láta skal reyna á hugmyndir en ekki gefast upp.
HEIMILDIR
A. F. Kofoed- Hansen. (1907). Islands Skovsag 1907 Beretning om en Rejse.
Køb en havn: Tidsskrift for Skovvæsen Bd. XVIII, B.
A. F. Kofoed- Hansen. (1916). Skovbrug og Skovdyrkning paa Island. Køb-
enhavn: Tidsskrift for Skovvæsen Bd. XXVIII, B.
C. E. Flensborg. (1906). Islands Skovsag 1905, bls. 10 og víðar. København:
Tids skrift for Skovvæsen Bd. XVIII, B.
Eggert Þór Bernhardsson. (2014). Sveitin í sálinni. Reykjavík: JPV útgáfa.
Einar Helgason. (Desember 1910). Garðrækt í Borgarfirði. Freyr Mánaðarrit
um landbúnað, þjóðhagsfræði og verzlun. VII. Nr. 12., S. 136-137.
Generalstabens topografiske Afdeling. (1910). Arnarholt í Stafholtstungum.
Mæli kvarði 1:1000. Hæðarmismunur 5 m. Hæðarlínur í m. Mælt 1910. Gen-
eral stabens topografiske Afdeling.
Minningargrein. (1932). Morgunblaðið, 26. okt. 1932, bls. 2.
Minningargrein. (1959). Morgunblaðið, 8. september 1959, bls. 16.