Borgfirðingabók - 01.12.2015, Blaðsíða 130
130
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
Fyrsta holan var aðeins 13 metra djúp, en hinar voru 66 og 96
metr ar hvor. Guðmundur Sigurðsson (1926–1996) frá Geirseyri við
Patreksfjörð var borstjóri í þessu verki. Guðmundur varð seinna yfir-
verkstjóri Jarðborana ríkisins. Landskunnur maður að dugnaði og áhuga
við jarðhitaleit um allt land. Kona Guðmundar var Hulda Alda Daní els-
dóttir (1926–2010) úr Borgarnesi.
Djúpu kjarnaholurnar nýttust áratugum seinna til hitamælinga.
Hitastigull þeirra var mjög hár. Hitinn í MS-02 var 22 °C á 60 metra
dýpi.
Fyrirtækið Hvalur hf. í Hafnarfirði var stofnað eftir heimsstyrjöldina
seinni til þess að veiða hval og gera hann að matvöru til útflutnings.
Bryggja, skurðarplan, mjölverksmiðja og lýsisbræðsla Hvals hf. eru á
Miðsandi. Hvalveiðar hófust fyrst vorið 1948.
Kristján Sæmundsson (f. 1936), jarðfræðingur, leitaði að og fann
gömlu kjarnaholurnar, sem áður var lýst. Ég þekki ekki, hvort Kristján
Loftsson (f. 1943), forstjóri Hvals hf., hafði samband að fyrra bragði
við Kristján Sæmundsson eða öfugt, en vinnsluholu gat Kristján
Sæmundsson staðsett haustið 1977 á hlaðinu hjá Hvalstöðinni. Holan
heitir MS-04. Vegna mikils hita, sem von var á, var fyrirfram gert ráð
fyrir, að fóðra þyrfti holuna langt niður.
Á þessum árum voru allir gangfærir jarðborar Jarðborana ríkisins
að bora eftir heitu vatni fyrir þéttbýlisstaði landsins. Stefna Iðnaðar-
ráðuneytisins og Orkustofnunar var sú, að þéttbýli gengi fyrir í jarð-
hitaleit. Aðeins mátti bora í dreifbýli, ef hlé yrði á því verki og ekki var
annað verk að hafa í þéttbýli.
Byrjað var á vinnsluholunni 14. desember 1977 og forborað með
Högg bor 3 niður á 21,2 metra dýpi. Höggborinn lauk við sinn þátt í
verkinu 16. janúar 1978. Borstjóri á Höggbor 3 á þessum tíma var Sig-
urður Guðbrandsson (f. 1934) frá Broddanesi í Strandasýslu.
Svo vildi til, að borinn Glaumur var laus til þess að halda verkinu strax
áfram. Karl Steinberg Steinbergsson (f. 1939) frá Stúfholti í Holtum
var borstjóri á Glaumi á þessum árum. Bormenn á Glaumi komu fyrir
16” sveru fóðurröri niður á 21,2 metra dýpi og steyptu fast. Frá fóður-
rörsenda var borað með 12¼” borkrónu 246 metra niður. Þá var komið
fyrir 10¾” sveru fóðurröri og það steypt fast. Frá fóðringarenda var
borað með 7⅞” tannhjólakrónu 1.070,4 metra niður. Engin vatnsæð
var skorin á leiðinni, en hiti í botni holunnar var a.m.k. 120 °C.
Tæknilega séð voru tveir jarðborar í landinu – Narfi og Gufuborinn –