Borgfirðingabók - 01.12.2015, Side 132
132
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
Stóribotn í Hvalfirði. Jörðin er í eyði, en nokkur sumarhús eru á
henni. Kristinn Zimsen (f. 1942), viðskiptafræðingur í Reykjavík, á eitt
þeirra. Kristinn fékk Kristján Sæmundsson jarðfræðing til þess að stað-
setja tvær hitaleitarholur á sínum sumarhúsaskika í þeirri von að ná í
volgt eða heitt vatn til húshitunar. Í þessu skyni voru tvær holur boraðar
í apríl 2002. Holurnar eru 84 og 96 metra djúpar. Hiti í botni þeirra
var um 20 °C, sem var nóg til þess að ráðist var í að bora 1.026 metra
djúpa vinnsluholu. Hiti á 600 metra dýpi náði 60 °C, en holan skilar
sjálfrennandi 43 °C heitu vatni. Vinnslufóðringin er 8⅝” sver og nær
60 metra niður. Þaðan var borað með 6½” borkrónu í botn. Volgt vatn
má vel nota í gólf- og veggjahitun. Íslendingar hafa í nokkur ár notað
plaströr í gólfhitun, en stutt er síðan, að Íslendingar lærðu af Svíum að
leggja einnig plaströr í veggi. Allar holurnar í Stórabotni voru boraðar
með Trölla. Borstjóri var Johnny Símonarson (f. 1952) frá Sauðhúsum
í Laxárdal í Dalasýslu.
GAMLI LEIRÁR- OG MELAHREPPUR
Eystri-Leirárgarðar. Haustið 1990 voru fimm holur boraðar í Eystri-
Leir árgörðum. Árangur var einhver, en ég þekki ekki, hversu mikil not
eru af heita vatninu.
Leirá í Leirársveit. Jarðhiti er á yfirborði á jörðinni Leirá. Boruð
var með Höggbor 1 veturinn 1960 134 metra djúp vinnsluhola á
Leirá, sem gaf af sér sjálfrennandi heitt vatn. Holan, sem er við hlið ina
á gömlu sundlauginni, er enn í notkun. Borstjóri var Guðni Jónsson
(1915–2000) frá Brjánsstöðum á Skeiðum. Með honum var bróðir
hans, Guðmundur Helgi Jónsson (1906–1974), bormaður. Aftur var
bor að á Leirá 1974 og 1975 og með það í huga að fá heitt vatn fyrir
Akra nes. Með Mayhew-bornum voru boraðar tvær holur á útmánuðum
1974. Önnur holan er 631 metra djúp, en dýpt hinnar er 511 metrar.
Báðar eru þær um og yfir 100 °C heitar í botni. Árni Guðmundsson (f.
1945) frá Arnarbæli í Grímsnesi var borstjóri.
Vorið 1975 var boruð á Leirá 2.019 metra djúp hola með Gufuborn-
um. Þetta var í fyrsta sinn, sem Gufuborinn fór frá suðvesturhorn inu.
Borinn var í rauninni á leið í Kröflu í Þingeyjarsýslu, en áhersla var lögð
á að klára jarðhitaleitina á Leirá þetta vor. Gufuborinn var tekinn nýr
í notkun hér á landi vorið 1958 og var lengi öflugasti jarðbor lands-
ins. Fyrsti borstjóri hans var Charles (Chuck) W. Henriette (1911–