Borgfirðingabók - 01.12.2015, Page 133
133
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
1978), þrautreyndur olíuborstjóri víða um heim, þegar hann kom
til Íslands. Má segja, að Chuck sé fyrsti kennari Íslendinga í meðferð
stórra snúningsjarðbora. Fyrsti íslenski borstjórinn á Gufubornum var
Rögnvaldur Finnbogason (1919–1997) frá Ísafirði. Áður hafði ver ið
borað með Gufubornum í Reykjavík, Mosfellssveit, Kaldárseli, Krýsu-
vík, á Reykjanesi og austur í Ölfusi. Dagbjartur Sigursteinsson (f. 1934)
frá Hveragerði var borstjóri á Gufubornum á þessum tíma. Hann hafði
áður verið borstjóri á Norðurlandsbornum og Norðurbornum, en tók
þetta sumar við jarðbornum Jötni. Enginn borstjóri hefur borað fleiri
gufuholur í Kröflu en Dagbjartur. Það kom vel í ljós, að nægur hiti var
á Leirá, en það vatn, sem fannst, var kolsýruríkt og ekki nothæft nema
í gegnum varmaskipta. Ekki var meira hugsað um vatn frá Leirá fyrir
Akra nes, en vatnið dugar vel fyrir skólahverfið á Leirá.
Geldingaá í Melasveit. Alls er búið að bora 7 hitaleitarholur á Geld-
ingaá. Áttunda holan, sem er vinnsluhola, var boruð haustið 2011.
Hauk ur Jóhannesson (f. 1948), jarðfræðingur, hefur verið ráðgjafi
bónd ans á Geldingaá. Vinnsluholan skal vera a.m.k. 300 metra djúp.
Mayhewborinn að bora LG02 á Leirá seinni part vetrar 1974. Vinnuskúr bormanna
er vinstra megin við borinn. Mælingabíll Jarðhitadeildar Orkustofnunar er þar fyrir
aftan. Sigurður Harðarson mælingamaður tók myndina. (Úr myndasafni Þorgils Jón
ass onar).