Borgfirðingabók - 01.12.2015, Page 135
135
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
GAMLI LUNDARREYKJADALSHREPPUR
Litlihver á Reykjum í Lundarreykjadal. Lengi hefur verið nýtt heitt
vatn úr Litlahver til húshitunar á Reykjum. Frá Reykjum var Freysteinn
Sigurðsson (1941–2008), einn kunnasti jarðfræðingur Orkustofnunar.
Freysteinn lærði jarðfræði og jarðeðlisfræði í Þýskalandi.
Snartarstaðir í Lundarreykjadal. Fyrsta hitaleitarholan á Snartar-
stöð um var boruð niður á 63 metra dýpi á vegum Orkustofnunar í
des ember 1989. Hiti mældist 70 °C í botni. Björn Þorsteinsson (1923–
1999), bóndi á Snartarstöðum, lét dýpka holuna niður í 107 metra á
út mánuðum 1990. Vorið 1991 tók Lundarreykjadalshrepp ur við verk-
inu og lét dýpka holuna enn frekar eða í 149 metra og bora þrjár hita-
leitarholur til viðbótar. Eftir öllum hitamælingum að dæma var góður
mögu leiki á að ná upp heitu vatni þarna. Haustið 1991 var 309 metra
djúp vinnslu hola boruð á Snartarstöðum. Hún gaf nóg 90 °C heitt vatn
til þess að hægt væri að leggja hitaveitu á nær alla bæi í sveit inni. Í
Lundar reykjadal eru nú aðeins Múlakot og Iðunnar staðir án hita veitu.
Englandshverir í Lundarreykjadal. Tveir hverir eru í landi Eng-
lands. Jörðin er í eyði. Í gamla daga var bakað brauð og þvegnir þvottar í
heita vatninu. Um tíma var þar sundlaug gerð úr torfi og grjóti. Á árum
áður lærðu ungir Borgfirðingar þar sundtökin. Heitt vatn frá Englandi
var leitt að Brennu, Gilstreymi og Þverfelli. Hitaveitan frá Snartarstöð-
um yfir tók reksturinn á Englandsveitunni árið 1993.
Brautartunguhver í Lundarreykjadal. Hverinn er meðal helstu
hlunn inda Brautartungu. Hann gefur um 2-3 lítra/sek. af sjóðandi heitu
vatni. Í landi Brautartungu er félagsheimili og sundlaug Ungmenna-
félags ins Dagrenningar.
GAMLI REYKHOLTSDALSHREPPUR
Deildartunga. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1708
yfir Reykholtsdalshrepp er ekki minnst einu orði á Deildartunguhver,
en taldar eru upp hjáleigurnar frá Deildartungu. Brekkukot var ein
af hjáleigunum, og Jarðabókin tekur fram, að heimatúninu þar spilli
hveravermsl. Viðhorf nútímamanna er allt annað, og allir vita, að
Deildartunguhver með sínum 180 lítrum/sek. af 97 °C sjálfrennandi
heitu vatni eru afar verðmæt hlunnindi. Ég þekki ekki neina vinnsluholu
(lághitaholu), sem skilar öðru eins magni, en nokkrar holur skila með