Borgfirðingabók - 01.12.2015, Side 136
136
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
djúp dælingu um 100 lítrum/sek., þegar til langs tíma er litið. Aflið í
Deild artunguhver er 45,4 MW (=180 x (97–35) * 0,00407).
Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar (HAB) var stofnuð 23. mars
1979. Tilgangurinn var að tryggja sér heitt vatn frá Deildartunguhver til
hús hitunar á Akranesi, Borgarnesi og Hvanneyri og einnig til lög býla og
sumarhúsa, sem eru í leiðinni. Það eina, sem þurfti að bora í Deild ar-
tungu, var, að sumarið 1981 voru boraðar fjórar sverar 9,5 metra djúp ar
holur fyrir dælurnar, sem taka við vatninu frá hvernum og koma því
áfram í stofnæðina. Borað var með Höggbor 5 frá Jarð borunum ríkis-
ins. Borstjóri var Jón Bragi Eysteinsson (1928–2013) frá Bræðra tungu
í Bitru.
Einnig voru boraðar á árunum 1975 til 1976 leitar- og vinnsluholur
í Bæ og á Hellum í Bæjarsveit. Holurnar á Hellum heppnuðust ekki.
Vinnslu holan í Bæ (BB-03) er 1.151,2 metra djúp og gefur 15 lítra/
sek. af 110 °C heitu vatni, sem er 4,6 MW að afli (=15 x (110–35)
* 0,00407). Vorið 1977 var boruð 1.013,1 metra djúp vinnsluhola í
Laug ar holti í Bæjarsveit, sem gefur 45 lítra/sek. af vatni, sem er 93 °C
heitt og er jafngildi 10,6 MW að afli. Stofnæðin frá Deildartunguhver
var í upphafi nær öll úr asbestsementi. Það er staðreynd, að ekki hefði
orðið af hitaveitunni, ef stofnæðin hefði orðið að vera úr stáli – vegna
kostn aðar, og það er líka öruggt, að stofnæð úr foreinangruðum stál-
rörum skilar heitara vatni en 77 °C niður á Akranes. Líklega var heims-
mark aðsverð á stáli á þessum árum útsöluverð miðað við stálverðið í
Deildartunguhver.