Borgfirðingabók - 01.12.2015, Page 139
139
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
Breiðabólsstað. Einnig veit ég, að Pétur Jónsson (1931–2007), vélvirki
frá Akranesi, landskunnur þúsundþjalasmiður, endurnýjaði einu sinni
allan holutoppinn. Pétur og Guðmundur Andrésson Kjerúlf (1935–
1995) í Litlahvammi voru miklir vinir. Það útskýrir, hvers vegna Pétur
kom að verkinu. Grímur Valdimarsson (f. 1943), framkvæmdastjóri í
Reykjavík, lét nýlega endurnýja allan holutoppinn. Holan í Breiðagerði
er merkileg á sína vísu. Hún er grunn af jarðhitaholu að vera og það
grönn, að ekki er möguleiki fyrir þá jarðbora, sem til eru í landinu, að
hreinsa hana. Ekki er gefið, að hægt sé að endurtaka hana með því að
bora á sama stað.
Kleppjárnsreykir í Reykholtsdal. Hverinn á Kleppjárnreykjum er
talinn gefa a.m.k. 45 lítra/sek. af sjóðandi heitu vatni. Jarðabókin frá
1708 getur ekki hlunninda af hvernum heldur segir, að „Túninu spillir
ofhiti og sífeldur hverareykur.“
Hægindishver í Reykholtsdal. Hverinn er í landi Hægindis – nálægt
Reykjadalsá. Bæjarhúsin í Hægindi voru lengi langt frá hvernum. Sum-
ar ið 1950 var steypt upp nýtt íbúðarhús skammt frá þessum hver til
þess að hægt væri að nýta vatnið til húshitunar. Löngu síðar var lögð
heita vatnsleiðsla að Steindórsstöðum og Vilmundarstöðum.
Steindórsstaðir í Reykholtsdal. Vorið 2011 fékk Þórarinn bóndi
Skúlason (f. 1955) á Steindórsstöðum Ræktunarsamband Flóa og Skeiða
á Selfossi til þess að bora eftir heitu vatni. Í fyrsta áfanga var borað
niður á 165 metra dýpi. Gengið var frá holunni eins og venja er með
vinnsluholur á lághitasvæðum. Fóðrað var með 7⅝” röri 63 metra niður
og rörið steypt fast. Borað var með 6½” loftborkrónu. Sigurður Garðar
Kristinsson (f. 1969), jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum,
staðsetti holuna. Jarðhitadeild Orkustofnunar, sem margir kannast við,
er forveri Íslenskra orkurannsókna. Magnús E. Bárðarson (f. 1944) var
borstjóri. Notaður var borinn Karl Gustav, sem er sænsksmíðaður frá
Atlas-Copco í Stokkhólmi. Haustið 2011 var borun haldið áfram með
Trölla frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. Trölli, sem var tekinn í
notkun vorið 1999, er einnig frá Atlas-Copco. Með Trölla hefur mest
verið borað niður á 1.104 metra dýpi. Fyrsti borstjóri á Trölla var
áðurnefndur Johnny Símonarson. Magnús E. Bárðarson (f. 1944) frá
Selfossi er yfirleitt borstjóri á Trölla. Einsdæmi er, að Trölli er ekki á
stórum vörubíl eins og jarðborar oft eru, heldur á búkollu, sem er stærsta
gerð grjótflutningabíla, sem völ er á. Vinnsluholan á Steindórsstöðum
er 273 metra djúp, og hún gefur líklega um 2 lítra/sek. af 60 °C heitu