Borgfirðingabók - 01.12.2015, Qupperneq 144
144
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
Hjarðarholti, var í fyrirsvari fyrir hreppana, sem ráku skólana á Varma-
landi. Einnig var gróðrarstöðin á Laugalandi með í væntanlegum
kostn aði við jarðhitaleitina. Hins vegar var Húsmæðraskólinn á Varma-
landi, sem einnig er eigandi að jarðhitaréttindunum, ekki þátttakandi.
Jón Þór leitaði til Jarðhitadeildar Orkustofnunar með erindið um að
kanna, hvort meira vatn mætti fá á svæðinu. Eftirtaldir komu að jarð-
hita leitinni frá Orkustofnun: jarðfræðingarnir Einar Gunnlaugsson (f.
1949), Guðmundur Ingi Haraldsson (f. 1951) og Haukur Jóhannesson
ásamt Lúðvík S. Georgssyni (f. 1949), eðlisfræðingi. Mælingar og rann-
sóknir fóru fram sumarið og haustið 1978. Skýrsla Jarðhitadeildar um
Varmaland kom út sumarið 1979. Ekki var borað fyrr en haustið 1983.
Nýja vinnsluholan (VL-07) er mitt á milli Kvennaskólahvers og Minni-
hvers ins. Hún er 670,7 metra djúp og var boruð með Mayhew-born um.
Holan er fóðruð með 10¾” fóðurröri niður í 10,7 metra og 8⅝” röri
í 98 metra. Þaðan var borað með 5⅞” tannhjólaborkrónu í botn. Árni
Guð mundsson var borstjóri.
Yfirleitt var ekki borað dýpra með Mayhew-bornum en niður á 620
metra. Nokkur dæmi eru samt um 637 metra djúpar holur með born-
um, en á Varmalandi var metið sett. Vel gekk að bora, en ekkert bólaði
á vatni. Þetta sýndi, að annað hvort hallaði misgengið og/eða sprung-
an minna en rannsóknir töldu eða þá að holan var ekki réttu megin
við sprunguna á yfirborði. Allt kapp var lagt á að bora eins djúpt og
mesta geta borsins leyfði og/eða að á meðan að borstengur voru til að
bæta í borstrenginn. Loks kom í vatn á 660,5 metra dýpi, en ekki var
hætt að bora fyrr en náð var 670,7 metrum. Skolvatnið hætti að skila
sér til yfirborðsins og vatnsborðið féll úr 2 metrum niður í 17 metra
dýpi. Það er alltaf góðs viti, þegar skolvatnið hættir að skila sér til yfir-
borðs og vatnsborðið fellur, – yfirleitt merki um að borinn hafi skorið
vatnsgefandi sprungu. Síðustu 4 metrana kom borkrónan hvergi við.
Hiti í holubotni er 113 °C. Sjálfrennsli haustið 1983 var yfir 30 lítrar/
sek. af um 100 °C heitu vatni. Reikna má með því, að holan dugi fyrir
15–20 lítra/sek. vatnsvinnslu í áratugi.
Hitaveita Stafholtstungna fær vatnið frá holunni VL-07 á Varma-
landi. Hitaveitan var stofnuð í maí 1990. Eftir því sem ég best þekki til,
eru eftirtaldir bæir með heitt vatn úr þessari holu til húshitunar: Arnar-
holt, Bakkakot, Flóðatangi, Hamraendar, Haugar (Borgir), Hjarð ar-
holt, Hlöðutún, Hofsstaðir, Melkot, Neðranes, Stafholt, Staf holts vegg ir
og Svarfhóll.