Borgfirðingabók - 01.12.2015, Page 178
178
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
hann es Jónsson í Efra-Nesi upp. „Þá var áhuginn svo mikill hjá sumum
fél ags mönnum að sund var aðalumtalsefni þeirra, er þeir hittust. Til þess
að hrinda þessu máli áfram, var lagt fram talsvert fé úr sjóði félagsins, og
flest allir félagsmenn létu einnig nokkra vinnu í aðgerð sundlauganna.“
(Gestur 1913.)
Jóhannes skrifaði að sundkennsla í hálfan mánuð á vori dygði ekki. Þá
hefði hún þann annmarka að ekki gætu allir notið hennar, menn þyrftu
að vera lausir við alla vinnu þann tíma. Enda var það svo að utanfélags-
menn voru á þessum árum mun fjölmennari á sundnámskeiðum í
Veggjalaug en félagsmenn. „Það eru einmitt unglingarnir sem vilja læra
sund og eru þeir oftast hjú eða mjög háðir húsbónda sínum. Fáir bændur
eru þessu máli svo hliðhollir að þeir vilji leggja það í sölurnar að sleppa
ung lingunum frá vinnu þann tíma, sem oftast er líka annatími. Slík
kennsla er því oft lítið sótt og verða þar af leiðandi minni not af henni.“
Hvatti hann til þess að tekin yrði upp sundkennsla á sunnudögum, eins
og áður hefði tíðkast og reynst vel.
Sigurður Sigurðsson, sýsluskrifari og skáld í Arnarholti, var fyrsti
sund kennarinn á vegum ungmennafélagsins í Veggjalaug, árið 1912.
Ingi björg Þorsteinsdóttir frá Húsafelli, síðar húsfreyja á Kaðalstöðum,
kenndi stúlkunum í Lundalaug það ár. Jóhannes Jónsson í Efra-Nesi
kenndi í Veggjalaug 1913-1915 og Jón Þorsteinsson frá Hofsstöðum
1916-1918 eða lengur. Jóhannes Einarsson frá Svarfhóli, síðar bóndi á
Ferju bakka, kenndi um tíma svo og Stefán Ólafsson sem var vinnumað-
ur í Staf holtstungum og síðar skósmiður í Borgarnesi. Árni Helgason,
síðar afgreiðslumaður hjá Kaupfélagi Borgfirðinga í Borgarnesi, kenndi
1921 til 1925. Ólafur Guðjónsson á Svarfhóli, síðar bóndi í Litlugröf,
ann aðist kennslu og Jón Ásgeir Brynjólfsson í Hlöðutúni síðustu tvö
vorin sem kennt var í torflauginni. Margir af sundkennurunum fyrr og
síðar voru jafnframt helstu íþróttamenn félagsins og kepptu fyrir þess
hönd á héraðs mótum og jafnvel landsmótum.
Jón Þorsteinsson frá Hofsstöðum var einn af stofnendum Ungmenna-
félags Stafholtstungna og meðal helstu afrekssundmanna félagsins á
sinni tíð. Hann varð síðar landsþekktur íþróttakennari og byggði eigið
íþróttahús í Reykjavík. Jón sótti æfingar í Veggjalaug og varð fljótlega vel
sundfær eins og fleiri ungmennafélagar í sveitinni og hóf sundkennslu
á námskeiðum ungmennafélagsins aðeins 17 ára. Sundflokkur félagsins
sigraði á mörgum héraðsmótum á meðan Jón var í héraðinu og áfram.