Borgfirðingabók - 01.12.2015, Page 188
188
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
mann lífsins í sveitinni. Oft var mikil umferð við laugina á sunnudögum
á sumr in og komu jafnvel gestir langt að í ævintýraleit. Ekkert gjald var
tek ið enda engin gæsla.
Meðal atburða við sundlaugina má nefna að 5. ágúst 1934 var
haldin skemmtun við Veggjalaug til fjáröflunar fyrir laugarbygginguna.
Sundflokkur Ármanns kom úr Reykjavík til að sýna margskonar sund-
íþróttir, félaginu að kostnaðarlausu. Veitingar voru seldar og dans stiginn
á Hlöðutúnsholti.
Jón Ásgeir Brynjólfsson og Jón Egilsson frá Steinum kenndu fyrstu
árin í nýju lauginni, til 1935. Síðan kenndu meðal annarra Gissur Brynj-
ólfsson, bróðir Jóns Ásgeirs, Helgi Júlíusson frá Leirá, áðurnefndur Árni
Helgason, Kjartan Bergmann Guðjónsson frá Flóðatanga og Jóhannes
Bjarnason á Kaðalstöðum. Árni er sá sundkennari sem lengst hefur verið
við kennslu í Stafholtstungum og haft fleiri nemendur en nokkur annar.
Jón Ásgeir kenndi einnig lengi. Skólanefndin tók við kennslunni 1945
en þá var sund fyrir nokkru orðin skyldunámsgrein í barnaskólum og
átti að taka það inn í stundaskrá með öðru námi. Áfram voru haldin
vornámskeið í sundlauginni, væntanlega á vegum skólanefndarinnar.
Minnast menn meðal annars Ólafar Sigurðardóttur, frá Hamraendum,
sem sundkennara á þeim árum.
Ætlunin var steypa skúra við laugina en þar sem það var ekki gert
strax var settur upp bráðabirgðaskúr við norðurenda hennar. Það var
gert árið eftir byggingu laugarinnar svo hægt yrði að hefja sundkennslu.
Þetta var timburskúr, síðar klæddur með tjörupappa. Hann var ekki
hit aður upp og aðstaðan ekki góð. Á árinu 1933 var köldu vatni veitt í
sund laugina, það var fjögurra daga verk sem unnið var í sjálfboðavinnu.
Það var mikið sport hjá strákunum að kíkja inn í búningsklefa
stelpnanna. Var fjöldi gægjugata búinn til og sá strákur sem átti stærsta
og besta vasahnífinn var í bestu aðstöðunni. Af einhverjum ástæðum
varð minna vart við að stelpurnar kíktu á strákana. Stelpurnar voru
varar um sig og náðu oft að hylja götin. Þá þurfti að gera ný eða hafa
samvinnu um að lyfta einhverjum upp til að kíkja yfir.
Einu sinni urðu töluverð læti í barnaskólanum á Hlöðutúnsholti út
af gægjum. Einn ótuktarstrákur, „Piltur“, sagði frá því svo allir heyrðu
að hann hefði sko séð hana „Stúlku“ allsbera. Hún þvertók fyrir það.
Piltur sagðist geta sannað það: „Stúlka er með fæðingarblett rétt fyrir
ofan píkuna.“ Stúlka blóðroðnaði. Ekki fer sögum af afleiðingum þessa
frumhlaups fyrir ótuktina hann Pilt.