Borgfirðingabók - 01.12.2015, Page 194
194
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
Kristófer Þorgeirsson tók að sér að hafa umsjón með fyrstu norrænu
sundkeppninni (200 metrunum) sem haldin var 1951 og hann tók fljót-
lega að sér að hafa umsjón með sundlauginni og bætti síðar á sig æfingum
krakkanna á sumrin og þjálfun Stafholtstungnaliðsins. Allt var þetta gert
í sjálfboðavinnu. Eftir að ungmennafélagið tók við sumarrekstri á nýju
sundlauginni á Varmalandi voru unglingar ráðnir til sundlaugargæslu.
Kristófer hefur sagt frá því að Bjarni hafi málað stórt skilti um að-
gangs eyri sem neglt var á laugarskúrinn. Þar fyrir neðan hafi Kristófer
út búið smurolíubrúsa og málað rauðan. Sett kubb fyrir ofan og neðan
og hespu yfir. Þar hafi fólkið átt að láta í frjálst. Einhverjir hafa reynt
að víkja sér undan því. „Oft sá maður, því við vorum að vinna þarna
í kring, að fólk beygði sig eftir steini, það tók eitthvað úr vösunum,
hár spennur, tölur og allt á milli himins og jarðar.“ (Nýr Gestur, 1976.)
Gjaldið var 1 króna fyrir fullorðna í upphafi og 50 aurar fyrir börn.
Þremur árum síðar var samþykkt tillaga Kristófers á ungmennafélagsfundi
um að hækka gjaldið í 2 krónur fyrir fullorðna og 1 krónu fyrir börn.
Ungmennafélagið fékk strax árið 1952 nokkrar tekjur af aðgangseyri
sem notaðar voru til annarrar starfsemi. Reyndar var litlu til kostað. Til
dæmis var engin hreinlætisaðstaða í skúrnum. Varð sundlaugarreksturinn
ágætur tekjuliður hjá ungmennafélaginu næstu árin.
Fjölmenni kom á sundmót og aðra slíka atburði. Nefna mætti 5.
september 1954 en þá var haldin sundsýning í sundlauginni og tók
margt besta sundfólk landsins þátt í henni undir stjórn Jóns Pálss onar
sundkennara. Dagblöðin nefndu Helgu Haraldsdóttur, Ara Guð munds-
son, Pétur Kristjánsson, Helga Sigurðsson, Torfa Tómasson og Hörð
Jó hannesson. Á eftir voru gestir hvattir til að taka þátt í sam nor rænu
sund keppninni.
Sundlaugin var notuð til fleiri gagnlegra hluta en sundkennslu. Ari
Guðmundsson, vegaverkstjóri í Borgarnesi, fékk hana til afnota á haust-
in til að þvo stóru hvítu vegavinnutjöldin eftir úthald sumarsins. Haft
var vatn í djúpu lauginni og tjöldin látin liggja þar í grænsápulegi. Síðan
dreg in upp í grunnu laugina og skrúbbuð þar með burstum og loks
skol uð með hreinu vatni. Að því búnu voru þau hengd upp til þerris í
gróður húsunum.
Valtýr Ómar Guðjónsson segir að unglingarnir og ungu mennirnir
á staðnum hafi ekki verið ánægðir með þessa ráðstöfun laugarinnar því
þeir hafi ekki komist í sund þá daga sem tjöldin voru þvegin. (Samtal
2015.)