Borgfirðingabók - 01.12.2015, Page 216
216
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
Kristján7 fór ofan að Hvammi til að láta vita að ég væri kominn af
fjallinu. Prestur sendi mér þá reiðhest sinn. Ég settist á hann. Eyrarnar
voru svo að segja ófærar sökum jakahranna en samt var farin sú leið. Á
leiðinni féll hesturinn ofan á milli jaka en tók sig á loft og hentist upp á
jakana aftur en þá hraut ég af og kom standandi niður og það var ljóta
kvölin.
Hjálpaði Konráð Magnússon8 mér á bak aftur, undraðist hann að ég
skyldi geta staðið og geta komið standandi niður.
Þegar að Hvammi kom var feikivel við mér tekið, ég tekinn af baki
og borinn inn og upp á loft. Lá ég þar svo í sex vikur, og var þá gróinn,
varð svo að mestu leyti albata.
(Skráð hefir Þórarinn Sveinsson, líklega 1921.)
HRAKNINGAR SVEINS SIGURÐSSONAR
Skráð eftir frásögn Maríu Ásmundsdóttur9 ekkju Þorsteins Halldórssonar10.
Árið 1886 var Sveinn Sigurðsson húsmaður á Geststöðum hjá bóndan-
um þar Andrjesi Guðmundssyni11, norðlenskum manni. Þá var prestur
í Hvammi, séra Jón Ó. Magnússon. Þá var lausamaður í Hvammi Helgi
Jónsson frá Sveinatungu12, búfræðingur, systurson Hjálms hreppstjóra
Pjeturssonar á Hamri13 og þeirra mörgu systkina. Helgi í Hvammi lét
smíða hraðskyttu vefstól en pantaði öll áhöld í hann frá Danmörku,
7 Kristján Jónsson í Króki (1858 til 1947). Sonur Jóns Jónssonar og Kristínar Pétursdóttur
í Sveinatungu. Hann bjó aðeins eitt ár í Króki. Flutti til Ameríku 1886 og tók sér þar
nafnið Chris Johnson. [sjá Almanak Ó.S. Thorgeirssonar 1924 og minningargrein í
Heimskringlu 1947 eftir Richard Beck, timarit.is].
8 Ekki hefur tekist að hafa upp á Konráð Magnússyni.
9 María Ásmundsdóttir (1871 til 1960). Dóttir Ásmundar Einarssonar bónda á Höfða í
Þverárhlíð og fyrri konu hans Jófríðar Guðmundsdóttur. Giftist Þorsteini Halldórssyni
frá Háreksstöðum.
10 Þorsteinn Halldórsson frá Háreksstöðum.
11 Andrjes Guðmundsson (1842 til 1897). Bóndi á Gestsstöðum í Norðurárdal 1881 til
1888.
12 Helgi Jónsson frá Sveinatungu, búfræðingur, bróðir Kristjáns í Króki. Fluttist til
Ameríku, sennilega 1886, en lést af slysförum í Bandaríkjunum 1890. Hann var farinn
vestur þegar kassinn með vefáhöldunum fannst og fékk hann því aldrei.
13 Hjálmur Pétursson (1827 til 1898), bóndi í Norðtungu og á Hamri í Þverárhlíð.
Alþingismaður Mýrasýslu 1865 til 1879.