Borgfirðingabók - 01.12.2015, Page 217
217
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
þrjú ritti, hóföl, skyttur o.fl. Áhöld þessi komu með skipi til Borðeyr ar
fyrri part vetrar. Þá bað Helgi í Hvammi Svein Sigurðsson á Geststöðum
að sækja þennan áhalda kassa fyrir sig norður og bera hann. Kassinn var
í kringum 60 (pund?14) að þyngd. Sveinn var alkunnur fyrir röskleik og
dugnað. Svo leggur Sveinn af stað á mánudagsmorgun í kafaldsmuggu
og ófærð, gengur norður á Borðeyri og gistir þar um nóttina. Þetta var
í janúar 1886.
Á þriðjudag15 leggur Sveinn af stað frá Borðeyri og er þá snjókoma
en heldur lygnt veður. Ófærð alltaf í hné og mitt læri en hann bar kass-
ann. Svo gengur hann fram að Grænumýrartungu sem er næsti bær við
Holtavörðuheiði. Hann hitti bóndann þar að máli sem Árni hét og spyr
hann hvort fært muni að leggja á heiðina. Árni svarar að færi sé fyrir
dugandi mann en ekki lyddu! Sveinn beið ekki eftir fleiri orðum hjá
bónda og leggur óðara af stað á heiðina og er veðrið mjög skugga legt.
Þegar hann kemur upp fyrir svo kallað Miklagil þá fara að koma skaf-
kafaldsrokur á norðan. Þegar hann er kominn suður undir Grunna-
vatnshæðir er komin norðan stórhríð með aftaka roki og frostgaddi. Nú
var um að gera að taka rétta stefnu eftir vindstöðu, því sortinn var svo
mikill, að ekki sá faðm frá sér og svo kom hin langa vetrarnótt.
Um miðjan dag á föstudag16 kom Sveinn að Króki. Þar bjó þá Kristján
bróðir Helga frá Sveinatungu er áður var nefndur, og að sögn Kristjáns
sjálfs var þá hríðin svo mikil að ekki sást til fjárhúsa í Króki þar á túninu.
En Sveinn var svo útleikinn er hér segir: Það sást í berar og freðnar
höndurnar. Það sást í hann beran á báðum hliðum. Það sást í berar og
freðnar fætur hans. Þetta kom til af því hvað hann hafði barið við fótum
til að reyna að halda á sér hita, og vettlingarnir sömuleiðis uppbarðir til
að verjast kali og kulda í lengstu lög, og fötin jagast sundur um mittið
er hann var að berja sér. Ekki mátti hann setjast, því þá sótti á hann
svefn. Ekki mátti hann grafa sig í fönn, því þá var úti með hann, þá
hefði hann ekki vaknað aftur. Mat hafði hann engan með sér, enda hefði
ómögulegt verið að neyta hans í því veðri. Matarlaus og svefnlaus í fulla
þrjá sólarhringa.
Það sagði Sveinn að hefði hjálpað sér töluvert að þola þennan hrakning,
hvað hann var vanur fjáryfirstöðum, þegar hann var vinnumaður hjá
14 Þyngdareining illlæsileg í handriti.
15 5. janúar 1886.
16 8. janúar 1886.