Borgfirðingabók - 01.12.2015, Page 220
220
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
stálaugu er fylgdu sem kaupbætir, en Magnús telur Jón dáinn 1889 svo
að nokkru áður mun kassinn fundinn vera, þar sem að Jón er þá búinn
að ráðstafa því sem í honum var, en kassinn fannst hjá Austurá.
Margrét í Kvíum25
Telur nokkurn vafa um útilegutímann og hallast allt eins að 3 sólar-
hringum. Þá bjuggu í Króki Kristján Jónsson – bróðir Helga í Hvammi.
Kona Kristjáns hét Guðrún Davíðsdóttir. Einnig voru þá í Króki Jón
og Ingibjörg foreldrar Guðjóns á Hermundarstöðum og voru þetta
efnalitlir menn. Kristján fór að Hvammi eins og að framan er getið
að láta vita um komu Sveins, og samkvæmt þeim upplýsingum er hún
gefur hefir Sveinn hafið för sína á mánudag 4. janúar 1886.
Guðjón á Hermundarstöðum26
Segir að móðir sín hafi sagt sér frá er Sveinn kom að Króki. Þá er komið
var til dyra og Sveinn hafði heilsað varð honum að orði: „Hér sjáið þið
nú sannarlegan þurfamann“. Þar í Króki var Sveinn færður úr fötum og
að honum hlynnt eftir öllum þeim föngum er til voru og auðvitað fyrst
og fremst lánuð þurr föt, sagði Ingibjörg svo frá að föt þau er Sveinn var
í hafi verið hlýleg og vel unnin og taldi hún að þau hefði fyrst og fremst
borgið lífi hans, auðvitað allt alullarföt heimaunnin.
EFTIRMÁLI
Trausti Jónsson bjó til prentunar 2015 eftir handriti Þórarins Sveinsson-
ar. Upplýsingar um einstaklinga eru flestar fengnar úr „Borgfirskum
Ævi skrám 1 til 13“, en í fáeinum tilvikum af vefsíðunum timarit.is og
gardur.is.
Sveinn Sigurðsson var fæddur á Mófellsstöðum í Skorradal 7. septem-
ber 1844 en lést 11. desember 1923. Hann var bóndi á Spóamýri í
Þver árhlíð 1877 til 1878, í Stapaseli í Stafholtstungum 1878 til 1881,
húsmaður í Stórugröf í Stafholtstungum og Hreðavatni og Gestsstöðum
í Norðurárdal 1881 til 1887, í Kvíakoti í Þverárhlíð 1887 til 1890,
Karls brekku í sömu sveit 1890 til 1897 og varð þá um stund ráðsmaður
á Flóða tanga í Stafholtstungum. Var síðan ráðsmaður á Núpi í Haukadal
25 Margrét Ólafsdóttir (1865 til 1959) húsfreyja og bóndi í Kvíum í Þverárhlíð.
26 Guðjón Jónsson (1892 til 1982) lengst af bóndi á Hermundarstöðum í Þverárhlíð.
Móðir hans, sem minnst er á, var Ingibjörg Guðlaugsdóttir (1855 til 1936) frá Kollslæk
í Hálsasveit.