Borgfirðingabók - 01.12.2015, Page 223
223
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
„Skaðaveður“29. Veðrið varð ekki alveg jafnhart vestanlands og gekk þar
niður aðfaranótt föstudagsins 8. Logn var komið á Borðeyri að morgni
þess 8. Frost var mikið í báðum veðrunum.
Sveinn hefur lent í öðru veðranna. Hugsanlegt er að hann hafi í raun
lagt í hann á mánudeginum – þá var veður gott eftir að bjart var orðið.
Á þriðjudeginum gefa veðurathuganir til kynna sunnanátt og sæmilegt
veður á landinu og engra norðanátta getið í Stykkishólmi eða á Borðeyri.
En Holtavörðuheiði er ólíkindastaður og harðar hríðar skella þar á af
ýmsum áttum, jafnvel þó veður sé skaplegt í byggðum.
Við verðum að trúa frásögn Sveins um norðanbyl sem skall skyndilega
á, frásögn Halldórs á Ásbjarnarstöðum styður það einnig – en spurning
er hvort það hafi verið þriðjudaginn 5. janúar – þegar almennt var suðlæg
átt á landinu eða á þrettándanum, 6. janúar. Vindar blésu af ýmsum
áttum þann dag, logn var bæði kl. 8 og 14 á Borðeyri. En um kvöldið var
vindur þar allhvass eða hvass af suðvestri, og sömuleiðis í Stykkishólmi.
Trúlega hefur verið suðvestan- eða vestanstormur á heiðinni. Það kann
að hafa valdið því að Svein bar af leið austur á heiðina – ekki þó svo
mjög því hann segist hafa ætlað að forðast Grákollugil við Austurá –
austan við Heiðarsporð. En á Hellisdal nær hann áttum.
En einhvern tíma seint á þrettándadagskvöldi snerist vindur til norð-
urs og hvessti svo um munaði. Hörkufrost var samfara veðrinu, -10
°C. til -13 °C. á Borðeyri. Hvort Sveinn hefur náð til byggða strax að
kvöldi þess 7. eða síðar skal ósagt látið. – En vafalítið er að hann hefur
á heiðinni lent í hinum fræga Knútsbyl. Að morgni þess 8. var komið
logn á Borðeyri, en frostið var -18,3 °C.
Trausti Jónsson, 2015.
mann anna voru við fé. Allmarga kól í veðrinu. Fjárskaðar urðu meiri og minni í Fellum,
Eiða þinghá, Hjaltastaðaþinghá og Tungu. Mun hafa farist til dauðs að minnsta kosti um
800 fjár í þessum sveitum. Fé fórst einnig á Borgarfirði eystra. Fjárskaðar urðu einnig í
inn sveitum Þingeyjarsýslu.
29 Halldór Pálsson, Skaðaveður. [1] Knútsbylur, Reykjavík 1965, bls.134.