Borgfirðingabók - 01.12.2015, Blaðsíða 226
226
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
Einnig segir Guðjón: „Sem dæmi um þetta, vil ég nefna að fólksbifreiðar
(Dodge) sem einkasalan úthlutaði haustið og veturinn 194041 og kostuðu
frá henni 8.600 krónur gengu þegar fram eftir árinu 1941 kaupum og
sölum innanlands fyrir 1517 þúsund krónur og á yfirstandandi ári var
mark aðs verð á þessum sömu bifreiðum, þótt notaðar hefðu verið síðan,
komið upp í 20 og jafnvel 25 þúsund krónur.“ Ennfremur segir Guðjón:
„Nú er sagt að markaðsverð hér á nýjum bifreiðum, sem einkasalan úthlutar
og selur á tæplega 14 þúsund krónur sé ekki undir 3540 þúsund krónum.
Það eru því engin smáræðis hlunnindi, sem því fylgja að njóta ívilnunar
um bifreiðainnflutning.“
Og að lokum segir Guðjón: „Það þarf að koma skipulag í stað aumasta
skipulagsleysis. Það þarf að koma á festu og réttlæti um úthlutun og
leyfisveitingar í stað römmustu hlutdrægni og sérréttindaklíkuskapar, sem
þekkst hefir á þessu landi.“
Á alþingi 1948 er enn fjallað um innflutninginn (Alþingi 21. mál,
jeppa bifreiðar). Í umræðunni þar segir meðal annars: „… að það sé
rétt, að úthlutun Búnaðarfélagsins hafi verið þannig, að þá jeppa, sem
félag ið úthlutaði, hafi eingöngu bændur fengið svo og þeir, sem vinna í
þágu landbúnaðarins. Aft ur á móti fullyrti háttvirtur þingmaður Barða
strandarsýsla að nýbyggingar ráði hefði verið fengin úthlutunin í hendur, af
því að hún hefði öll farið í handaskolum hjá Búnaðarfélaginu, og virð ist
nýbyggingarráð hafa ætlað að kippa þessu í lag og láta þá bændur ein göngu
fá jeppana og það með því skilyrði, að þeim yrði ekki svindlað til kaup
staðanna.“ Síðar segir: „Og reynslan sýnir að allt fór öfugt við hinn góða
til gang, því að þá fyrst fóru jepparnir að streyma til kaupstaðanna, eftir að
ný byggingarráð fór að út hluta þeim.“
„Ég held að það sé rétt haft eftir hæstvirtum menntamálaráðherra, að
út hlutun nýbyggingarráðs hafi verið hneyksli, og ég held, að þessi ummæli
ráð herra séu rétt.“
Síðar er sagt: „Það vill svo vel til , að bifreiðar eru númeraðar og skrásettar
á nafn, svo að auðvelt ætti að vera að rekja eigendaskipti jeppanna. Það er
ekkert á móti því, að það verði bætt úr vanrækslu hins opinbera gagnvart
þeim mönnum, sem leyfi hafa fengið, en engan jeppa fengið út á þau, með
því, að þeir bílar sem ekki hafa lent í sveitunum eða hefur verið svindlað
þaðan, verði blátt áfram teknir eignarnámi og seldir bændum, sem leyfi
hafa, fyrir sanngjarnt verð, ef það er rétt að nýbyggingarráð hafi sett ófrá
víkjan leg skilyrði fyrir því, að bílarnir skyldu vera í eigu bænda. Sé hægt að