Borgfirðingabók - 01.12.2015, Side 248
248
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2015
Bragi Þórðarson
Snorri á Fossum. Hjálpari og hestamaður –
listamaður og lífskúnstner
Útgefandi: Salka 2013
Borgfirðingar þekkja Snorra sem dugandi bónda,
hestamann, gleðimann og leikara, en á undan förn-
um árum hefur hann orðið landsþekktur söngvari
og „hjálpari“. Með því er átt við hæfileika Snorra
til að koma öðrum til aðstoðar með ýmsum hætti.
Hann getur fundið vatn í jörðu með spáteinum, hann sér óorðna hluti
og veitir hjálp í veikindum og annars konar erfiðleikum með stuðningi
frá öðrum heimi.
Snorri Hjálmarsson er upprunninn í Aðalvík á Hornströndum en flutt-
ist í Andakílinn eftir uppvöxt. Hann hreppti kóngsdótturina, Sigríði
Guð jónsdóttur á Syðstu-Fossum, hálft ríkið og síðan allt, eins og í
sönnu ævintýri, og hefur ríkt þar síðan.
Ritstjórar:
Þóra Björg Sigurðardóttir og Helgi Þor láksson
From Nature to Script
Útgefandi: Snorrastofa 2013
From Nature to Script. Reykholt, Environment,
Centre, and Manuscript Making, sem útlegðist
á íslensku, Frá náttúru til handrits. Reykholt,
um hverfi, miðstöð og bókagerð. Allir tíu kaflar
bókarinnar hafa Reykholt og miðaldir að
viðfangsefni þar sem Snorri Sturluson, hinn víð-
frægi sagnaritari, skáld og höfðingi, stendur í forgrunni, sá sem gerði
Reyk holt að miðstöð í víðasta skilningi, pólitískum, bókmenntalegum
og kirkjulegum. Höfundar bókarinnar, bæði innlendir og erlendir, eru
16 talsins.