Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 3
Arnarhjónin,
Dagarnir líða einn af öðrum.
Örninn situr með stýfðum fjöðrum;
nætur bjartar og norðrið J>ráir,
nöpur er vistin, ófrelsið háir
loftsins fullhuga, fuglanna gramur
fangi er í búri. Aldrei samur
frá þeirri stund, er þeir vilt’ ann, veidd’ anu
verður jöfurinn, svo þeir meidd’ ’ann:
stýfðu vængina, særðu ’ans sál,
sugu út logheitt vængsins stál.
Því líða dagarnir einn sem aðrir.
Ergja er í skapi, því stýfðar fjaðrir
og vængirnir breiðu brotið ei fá
brandana, hlekkina. þó er hans þrá
sterkari, efldari, óðari en áður. '
Órór, viltur, í lundu bráður
sit’r ’ann á tilbúnum steini og stýfðar
stóru fjaðrirnar, brotnar, ýfðar,
reitir ’ann, rífur ’ann risi stallanna.
Röm er þráin til bláu fjallanna.
Skapið eitt ónógt er brandana að brjóta,
Brakar í viðum, en kraftarnir þrjóta