Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 20

Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 20
66 virðist frekast hugsa um þacS, að ginna og klófesta menn. Að keppa hvor viS aðra í því. Leita að nýjum vörum til þess að kyssa. Ekkert sé heilagt í augum þeirra. Ekkert fullnægi þeim. Sannleikur- inn sé, að sálir beggja kynanna séu að meira eða minna leyti sofandi. Og að “modern” stúlkur vest- an hafs hafi engar siðferðishugmyndir, enga sóma- tilfinningu. Ást og alt rómantískt sé dáið út í þess- ari nýja tímans Ameríku. Þegar kona nái fertugs aldri sé hjarta hennar autt og tómt, sál hennar geymi engar dýrar minningar. Og þegar karlmennirnir séu um fimtugt, þreyttir eftir harða baráttu, baráttu, sem var háð til þess einungis, að auðgast veraldlegum auðæfum, þá fyrst fari þeir, þessir Mammons-þrælar, að sjá, hvers þeir hafi farið á mis. Hún minnist á starf sitt í sambandi við ameríska herinn á Frakklandi og Englandi. Hún átti tal við ameríska æskumenn hundruðum, þúsundum saman. Átti tal við særða menn og dauðvona, hrausta og kappsama, en kannske einmana. Níu tíundu þeirra, segir hún, mintust aldrei á unnustur sínar eða vin- stúlkur. Amerísku hermennirnir, hávaði þeirra, mintust að eins mæðra sinna. Mæður þeirra. Kon- urnar, sem nú eru komnar yfir fertugt, fimtugt, kon- ur, sem höfðu hærri, göfugri hugsjónir en þær, sem nú eru ungar. Um þessar konur hugsuðu þeir, þess- um konum unnu þeir, minning þeirra var þeim helg. Og í einverunni þráðu þeir þær, litu andlit þeirra fyrir augum sálar sinnar.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.