Rökkur - 15.05.1922, Síða 27
73
inn, hafði vaknað. Eg hafði aldrei fyr dvalið heilf
vor uppi í sveit og þessu vorinu mun eg aldrei gleyma.
Þegar alt vaknaði á ný og laufin fóru að springa út
og jörðin kom græn undan snjónum, hvílíkt yndi
veitti það mér ekki. 1 hlíðunum voru dökkgrænar
rákir og hvítir teinar á milli. Og ilmur furutrjánna
sígrænu, sem aprílvindarnir báru að vitum mínum.
og jafnvel gróðrarskúrirnar, alt hafði friðandi áhrif
á sál mína. I apríl settum við kartöflur og við Pétur
unnum hlið við hlið. Kvertþjóðin var þar einnig.
Stúikurnar settu marglita klúta á höfuð sér og tóku
körfur sínar og settu kartöflur í rákirnar. Eftir það
var minna að gera í nokkra daga, og morgun einn
snemma, er eg sat fyrir utan kofann og- las, kom síra
Karl og sagðist þurfa við mig að tala.
Við gengum niður í þorpið og þá nefndi hann mig
skírnarnafni mínu í fyrsta sinn og mælti:
“Eyríkur! Þú ert maður, sem heimurinn hefir leik-
ið grátt. En köllun þín er ekki að vinna á ökrum
úti, annast sáningu og uppskeru. Köllun þín er önn-
ur. Þér er annað starf ætlað, annað æðra starf. Þú
ert ungur og eg er gamall orðinn. Þú þekkir heim-
inn og eg að eins að litlu leyti. Þér brugðust vonir
um hann, en eg þekki heiminn lítið eftir fjörutíu ára
dvöl hér. Og löng sumarkvöldin sit eg og oft og
hugsa. að eg sé að verða of gamall, að sjón mín sé
að daprast og eg sé nú vart færi til þess að kenna
bcrnunum og þú ættir að taka við því starfi mínu.
Eg Ieit upp, á þenna hávaxna, tígulega mann. Mér