Rökkur - 15.05.1922, Side 32

Rökkur - 15.05.1922, Side 32
78 sem smám saman sljófgaði sálarkrafta hennar.-------• “Mamma! Mamma! Nú kem eg!” — Hún horfði á litla, bláeyga glókollinn sinn. Hann kom hlaupandi til hennar með fífla og sóleygjar í fanginu. — “Mamma! Vaxa fíflar og sóleygjar í Ameríku?” Þórunn horfði á hann undrandi, dálítið hörkulega, en hann á hana með sakleysisbrosi á vörum. “Því spyrðu þess, barnið mitt?” spurði hún og gat varla dulið klökkvann í röddinm. — Tumi svaraði engu strax. Hann var að vísu ekki heimspekilega vaxinn, en hann vissi þó sínu viti, þó lítill væri. — Tumi var að eins á níunda árinu. — Hann var að brjóta heilann um, hvort hann hefði sagt nokkra vitleysu. “Eg þegi,” hugsaði hann. “Það er vissara,” sagði rödd þráans í huga hans. Móðir hans strauk hár hans blíðlega. Blíðuatlot hennar gat hann ekki staðist. Hann lagði hendurnar litlu um háls hennar. “Segðu mér, hvers vegna þú spurðir, Tumi minn.” “Það var á laugardaginn, mamma, þegar eg fór að gráta,” byrjaði hann. Hún mintist þess, sem þá hafði gerst, þess, sem hún vissi deili á. -— Það var, þegar þau úr Holti komu úr kaupstaðnum. Þau stóðu við um stund hjá henni. Inga litla, dóttir Holtshjónanna, var með þeim, telpa á að giska tíu, ellefu ára gömul, Ijóshærð og bláeyg, eins og Tumi. Hún sat á hné föður síns meðan hann drakk kaffið. Tumi stóð úti við dyr og horfði á

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.