Rökkur - 15.05.1922, Síða 33

Rökkur - 15.05.1922, Síða 33
79 hana. Og hún hvíslaði að föður sínum, með þýðu, hljómfögru röddinni sinni: “Á hann engan pabba?” Tumi átti ekki að heyra það. En hann heyrði það nú samt. Og hann beit á vörina, vildi láta það sjást, að hann væri karlmaður, og færi ekki að gráta, þó eitthvað bjátaði á, eins og lítil telpa. Faðir Ingu litlu hafði engu svarað. Svo fór mamma hans fram til þess að sækja aftur í bollana. Og þá hafði móðir Ingu sagt við bónda sinn: “Það hefir víst ekki frést af honum enn, síðan hann fór til Ameríku?” “Nlei, hann skrifar víst ekki neinum. Að minsta kosti ekki Þórunni. En hann var dugnaðarmaður. Honum gengur sjálfsagt, þótt hann hafi fyrir mörgum • f »» aö sja. Svo féll samræða þeirra mður. Þórunn var komin inn aftur með bakkann. — Auðvitað höfðu þau haldið, að Tumi skildi ekki, hvað þau voru að fara. En hann þóttist vita, að það væri pabbi hans, sem þau ræddu um. Hann hafði laumast út, upp á tún hafði hann far- ið. Lagst þar á milli þúfna og grátið. — Þar fann móðir hans hann litlu seinna. “Af hverju ertu að gráta, Tumi minn?” spurði hún. “Hún Inga litla var að spyrja eftir þér. Og augun hennar bláu urðu vot af tárum, þegar hún gat ekki náð íþig til þess að kveðja þig.”-------- En Tumi grét, grét og sagði ekki neitt. Og móð- ir hans hafði huggað hann. En hún hafði ekki feng-

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.