Rökkur - 15.05.1922, Side 34
80
ið vitneskju um, hvað grátinum hafði valdið, því
Tumi hafði sofnað við barm hennar. —
------“Af hverju grætur þú, Tumi minn?” spurði
móðir hans blíðlega.
“Af því eg hefi engan pabba hjá mér, eins og Inga
litla. Svo var eg að hugsa um það síðan, hvort það
væru sóleygjar og fíflarlþar sem pabbi minn er.”
“Hvað varstu að tala um Ameríku, barnið mitt?
Hver sagði þér frá henni?”
“Pabbi hennar Ingu sagði —”
Þórunn kysti á enni Tuma litla. Barmurinn gekk í
öldum.
“Hvar er Ameríka, mamma?”
“Það er stórt land, barnið mitt. Langt, langt
vestur í hafi. Þar er sumarið lengra en hérna. Dag-
urinn heitari. Þar eru risavaxin tré. Víðáttumiklir
skógar, þar sem vilt dýr falla fyrir skotum veiðimann- »
anna. Og þegar þau fá dauðasárið öskra þau svo
hátt að jörðin skelfur.”
“Á egiþá engan pabba?”
Þórunn gat engu svarað strax. Hún vildi ekki
segja ósatt. Svo sagði hún:
“Þú átt engan föður, barnið mitt. Og það er eng-
inn, sem getur gengið þér í föðurstað. Þú átt engan,
sem vill kannast við þig sem son sinn, engan, sem
breiðir út faðm sinn á móti þér og segir: “Eg er
faðir þinn”. Þú átt engan föður. Nema Guð. Hann
er þér nálægur. Hugsaðu um hann og þér mun
aldrei líða illa. Þá muntu ekki gráta. Því trúin á