Rökkur - 15.05.1922, Qupperneq 39

Rökkur - 15.05.1922, Qupperneq 39
85 settist á hamarinn og beið þess að sólin hnigi til við- ar og nóttin kæmi, Jónsmessunóttin. Og er nóttin var komin, kom sá, er hún unni til hennar. Og hann söng fyrir hana um hafið, og hún sagði honum æfin- týri um lítinn dreng, með Ijósgult hár og hafblá augu, sem Iá í vöggunni sinni og hló. — En faðir hennar, sem var reiður yfir að vera rænd- ur ást dóttur sinnar, hafði farið í humáttina á eftir henni. Og hann óð að unglingnum og mælti: “Leita á brott, svikari, sem hefir knúð fram blóð- ug tár og helt banvænu eitri í bikar rósanna.” Og hann laust unglinginn, sem brá sér í selslíki og svam út á fjörðinn. En úr auga hans rann blóð- ið viðstöðulaust og litaði sjóinn. Og faðir Sunnu gekk heim á leið. Hann byrgði andlitið í höndum sínum, því hann vissi, að hann var feigur. Og hend- ur hans urðu blóðugar af tárunum. — En er dagarnir liðu sótti á hann óyndi. Hann hratt báti á flot og reri út á fjörðinn. Sunna stóð á hamrinum. Hann kysti á fingur sér til hennar, því hefði hann faðmað hana að sér, þá hefði hann grátið blóði á hvít og hrein brjóstin henn- ar. En Sunna stóð og horfði á eftir bátnum litla, sem klauf spegilsléttan hafflötinn. Og hún leit sela- hóp synda á eftir honum. Þeir voru nítján alls, tveir stórir og seytján kópar. Og úr auga þess, er fremst- ur syntí, rann blóð og litaði sjóinn. Og þeir syntu undir bátinn og hvolfdu honum.

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.