Rökkur - 15.05.1922, Page 40

Rökkur - 15.05.1922, Page 40
86 Þa byrgði hún andlitið í höndum sér og grét, grét blóði. Einnig hún grét blóði. — Og dagarnir liðu og árin liðu. Og er leið að Jóns- messunótt hið þriðja árið, gekk hún fram áhamarinn. En er sólin var hnigin til viðar, bjóst hún við ástvini sínum. En hann kom ekki. En fram undan hamr- inum synti selur og bunaði blóð úr auga hans. Og hún kvað kvæði til selsins: “Horfi eg af hamrinum, er hnígur sól í mar, er hnígur sól í saltan mar. Eg sæti og teldi stjörnurnar á himninum háa, á himninum víða og háa, eg teldi þær svo tíminn liði, tíminn liði fljótt, uns gengin væri glóey að viði. Því langar eru stundirnar, ljúfurinn minn, er ligg eg ein um nætur og þrái faðminn þinn, þrái hann ein allar nætur, er auga þitt blóðinu grætur. En dagarnir þó liðu og loksins var ár liðið frá þeim tíma, er faðir minn varð nár. Og móðirin mín, mædd og kvíðin hespar lín í líkklæðin sín.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.