Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 44

Rökkur - 15.05.1922, Blaðsíða 44
90 “Og selurinn stakk sér á kaf og sást aldrei framar. °g —” Þórunn þagnaði. Hún hafði raulað kvæ'ðin fyrir munni sér. En þegar síga fór á seinni hlutann, sofn- aði Tumi við barm hennar. Hún var öll í kvæðinu og tók ekki eftir, þegar hann sofnaði. — Hún grét ofan í lokka hans, þegar hún lagði hann til hvíldar. Og hún hvíslaði: “Þegar þú verður stór, færðu að heyra, hvernig æfintýrinu lyktaði — hvernig þeim vegnaði — móð- urinni særðu og syninum unga.” (Reykjavík 1917.) Frá sagt á fábjánahæli. Eftir Jack London. Eg fábjáni? Eg held nú ekki. Eg er einn af að- stoðarmönnunum. Og eg veit ekki, hvernig fyrir ungfrú Jones og ungfrú Kelsey færi, ef eg væri ekki alt af einhversstaðar nálægur. Það eru fimtíu og fimm si-svona heldur ófínir fábjánar á þessum spít- ala, og hvernig í dauðanum væri hægt að mata þá án minnar aðstoðar? Mérþykir gaman að mata fá- bjána. Þeir eru síður en svo erfiðir viðfangs. Þeir veita enga mótstöðu. Þeir geta það ekki. Þeir eru venjulega máttlausir í handleggjum og fótum. Og

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.