Rökkur - 01.09.1929, Page 16
14
og rauna-daga, hvernig það var eins og hvert
ölánið eiti annað. Þau áttu fimm hundruð
ríkisdali, og hús nokkurt þar í strætinu
var fáanlegt fyrir tvö hundruð; mundi því
öorga sig að láta rifa það niður og byggja
nýtt; varð svo úr, að þau keyptu húsið.
Múrari og trésmiður gerðu áætlun um, að
það mundi kosta eitt þúsund og tuttugu
dali. Ejrik hanskara skorti ekki lánstraust.
og fékk hann peningana að láni frá Kaup-
mannahöfn, en skipherranin, sem átti að færa
honum þá, fórst með öllu saman.
„Það var einmitt um sama leyti, sem ég
átti blessaðan litLa drenginn minn, sem sefutr
þarca. Maðurinn minn. veiktist af þuDgum
og langvarandi sjúkdömi. Hátt á annað ár
varð ég að færa hann bæði úr og í. Þajð
hrakaði alt af fyrir okkur meiír og meir. Við
söfnuðum sknldum; alt varð að selja, laust
og fast; og pabbi dö frá okkur. Ég hefi
unnið baki brotou, streitst og sveiitst, bams-
ins mín vegna, þvegið góif og tröppur, þveg-
ið léreftaþvott, bæði gröfan og fínan, <ai
mér á nú ekki að auðnast betra; það er svo
Drottins vilji, en hann leysir mig vonandi
frá þessu lífi og elur önn fyrir drengnum
minum.“