Rökkur - 01.09.1929, Side 31
29
verða að útsprungnu blómi; svona var {)að
tim hann, að hann vár orðinn petta fyr en\
ég hugði að þyí, hvað hann var vænn og
vöxtulegur og roðafagur, — mér reyndist
|)etta áþekt með Anastasiu. Hún var orðin
iríð og fullvaxta og ég var orðinn knálegurí
yngi.ssvíinn. Úlfaskinnin á rúmi móður minn-
ar- og Anastasiu hafði ég flegið af úlfunum,
.sem ég sjálfur hafði að velli lagt með byssu
miinni.
Nú voru liðin nokkur ár. Þá kemur Aftani-
des eitt kvöldið, beinvaxinn sem reyrleggur
og spengilegur, hraustlegur og hörundsdökk-
ur. Hann kysti okkur nú öll og kunni nú
frá mörgu að segja, frá hafinu mikla, víg-
girðingunum á Möltu og leg.stöðunum kynja-
legu á Egipíalandd; það hljómaði mér und-
arlega í eyrum, eins og helgisöngur klerk-
anna, og ég horfði á hann með eiiinhvers
konar lotningu.
„En hvað þú ert margfróður," sagði ég,
„og hvað þú segir vel frá.“
„Þá hefir þú þó einu sinná sagt mér frá
því, sem fallegast er,“ anzaði hann. „Þú
hefir sagt mér frá einu, sem hefir mér aldrei
úr minni liðið, það er vináttusáttmálinn,
þessi fallegi, gamli siður; honum væri mér.