Rökkur - 01.09.1929, Síða 41
Belgía.
II. Land og þjóð. Handbók.
Battice, borg í Liége-héraði, íbúatala 4250.
Beernaert, Auguste Marie Francois (1820
—1912), stjórnmálamaður. Nokkrum sinnum ráð-
herra og einu sinni forsætisráðherra. Tók þátt
í friðarsamkundunum í Haag 1899 ,og 1907.
Ræðuskörungur mikill. Árið 1909 fékk hann
friðarverðlaun Nobels.
Beernen, borg í Vestur-Flanders, nál. Bru-
ges, Sbúatala 5200.
Beers, Jan van (1821—88), flæmskt ljóðskáld.
Ljóð hans voru þýð, hefluð og innileg. Beers
var einn af áhrifamestu stuðningsmönnum
flæinsku þjóðermshreyfingarinnar og beitti á-
hrifum sínum fyrir hana með 'því að yrkja
hvatningarljóð. Af verkum hans má nefna „Jon-
gelings droomen“, „Levensbeelden" o. fl.
Belgicaleiöangurinn eða belgiska förin til
Suðurpóls-landanna 1897—99, svo kallaður eftir
leiðangursskipinu, sem hét „Belgica". Skipstjóri
þess var belgiskur flotaforingi, de Qerlache,
og var Roald Amundsen stýrimaður á skipinu.
Vísindalegur árangur af þessari för varð mikil!.
Skrifaði Adrien de Gerlache bók um ferðina:
„Quinze mois dans l’Antarctique, Paris et Brux-
elles, 1902“
Belgica-sundið eða Gerlache-sundið, sund á