Rökkur - 01.09.1929, Qupperneq 44

Rökkur - 01.09.1929, Qupperneq 44
42 Brackeleer, Ferdinand de (1792—1883), list- málari. Braine-ÍAlleud, lítil verksmiðjuborg í Bra- bant, 18 krn. fyrir sunnan Bruxelles, 9—10 000 ibúar. Braine-le-Comte, bær í Hainault, við ána Senne, milli Mons og Bruxelles. Ibúatala 9 —10 000. Broqueville, Charles Marie Pierre Albert de, stjórnmálamaður og barón, f. 1860, myndað: ihaldsráðuneyti (kaþ.) 1911. Hann var forsætis- ráðherra 1914 og þangað til 1918 (í júlí), varð siðan innanríkismálaráðherra í Delacroix-ráðu- neytinu, en gekk úr stjórninni eftir kosning- arnar í nóvember 1919. Brouckére, Charles Marie Joseph Ghislain de B. (1796 1860), stjórnmálamaður og sjálf- stæðissinni. Bróðir hans, Henri de B. (1801 —91) var og kunnur stjórnmálamaður. Briigge (á frakknesku Bruges) höfuðborgin i Vestur-Flanders, 13 km. frá Norðursjónum, fbúatala 54 000—55 000. Þessarar frægu og merku borgar er þegar getið á 8. öld og var á 12.—16. öld mesta sjóverzlunarborg í Norður- Evrópu, miðdepill skandinaviskrar og enskrar verziunar. Á mestu mektardögum þessarar borg- ar voru íbúarnir um 200 000. Eru enn í Bru- ges leyfar þessara fornu veldisdaga, fagrar byggingar i gotneskum stíl, aðallega ráðhúsið, og margar kirkjur. Söfn mörg. Nú er Bruges aftur í framför (sjá síðar um Zeebrugge og hafskipaskurðinn frá Br. þangað). Ætla rnenn,

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.