Rökkur - 01.09.1929, Síða 50

Rökkur - 01.09.1929, Síða 50
48 ófriðarins eru harmlegastar, og A. Th. er líka lagið að setja þær í þann búning, að tilfinn- ingar Lesandans komist við. Allir hafa gott af að lesa þessar sögur og vonandi ná þær mik- illi útbreiðslu. t>ar er ekki lögð áherzla á sér- kennilegan stíl eða málskrúð. Umbúðirnar eru aukaatriði, efnið aðalatriðið: Athugun sálar- lífs stríðsmannanna, ekki hermannanna einna, heldur allra þeirra, sem stríða við meinleg örlög, er óhagkvæmt þjóðskipulag hefir skap- að.“ Alpfjöubla'öiZ'. „Sögurnar eru hugðnæmar og ljúfar. Þær hlaupa upp í fangið á lesandanum eins og saklaus smábörn, sem hann hefir ánægju af að vefja örmum. Sums staðar er sagt frá á- takanlegum atvikum, svo sem í frásögninni af „belgisku rósinni", litlu, svöngu og svivirtu stúlkunni, sem sagði við hermennina: „Þið lifið. Við deyjum. Við að eins höldum áfram að ^tíeyja." Dagur. „. . . er fróðlegt að kynnast hugsunarhættí hinna óbreyttu hermanna, sem reknir eru í blindni til morða og manndrápa og vita oft og tíðum ekki hver dagurinn verður þeirra síðastur. Fróðleiksfúsir menn geta því grætt á að lesa sögur þessar." Morgunbladiö.

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.