Verktækni - 2019, Qupperneq 14

Verktækni - 2019, Qupperneq 14
14 skriðuföllum, flóðum og mengun vegna nálægðar við sjó. Almannavarnir sveitarfélaga gera síðan viðbragðsáætlun um hvernig skuli bregðast við slíkum atburðum ásamt því að tryggja aðgengi að varavatnsbólum. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga á að tryggja að búið sé að skilgreina vatnsverndarsvæði fyrir vatnsból og þar sem það hefur verið gert þarf að endurskoða þau m.t.t. loftslagsbreytinga. Vatnsveitur Fyrirbyggjandi innra eftirlit. Veiturnar þurfa að meta hættur af völdum loftlagsbreytinga og skipuleggja mótvægisaðgerðir til að vera í stakk búnar til að takast á við slíka atburði. Þetta mat á að vera hluti af kerfisbundnu fyrirbyggjandi innra eftirliti vatnsveitna. Innra eftirlit gerir ráð fyrir áhættugreiningu, sem byggir á líkindum og alvarleika atburða, og síðan úrbótaáætlun til að fyrirbyggja mengun. Í nýrri EB tilskipun um neysluvatn verður að öllum líkindum gerð krafa um, í fyrsta lagi áhættuúttektir á vatnsbólum hjá öllum eftirlitsskyldum vatnsveitum, og í öðru lagi á innra eftirliti hjá þeim vatnsveitum sem þjóna fleirum en 500 íbúum. Slíkt fyrirbyggjandi eftirlit hefur sýnt sig að bæta gæði neysluvatns og rekstur vatnsveitna (Gunnarsdóttir ofl., 2012a, 2012b). Sem fyrirbyggjandi aðgerðir er rétt að skoða hættur á vatnstökusvæðum og bæta þar frágang og hækka inntök ef hætta er á flóði. Skoða staðsetningu dælustöðva og annarra mannvirkja m.t.t. til flóðahættu. Ef grunnvatnsgeymir er illa varinn fyrir ákafri úrkomu þá er nauðsynlegt að auka mælingar á gruggi og örverum. Í áðurnefndri tillögu að nýrri EB tilskipun er gert ráð fyrir reglubundnum mælingum á gruggi hjá öllum eftirlitsskyldum vatnsveitum. Endurskoða þarf innra eftirlit þar sem það er til staðar m.t.t. áhrifa veðurfarsbreytinga og jafnframt gera átak í að koma því á þar sem það hefur ekki verið gert. Nú þegar hafa nær 40% vatnsveitna á Íslandi sem þjóna fleirum en 500 manns sett upp innra eftirlit og þær þjóna um 80% af landsmönnum. En ennþá eru um 770 minni eftirlitsskyldar vatnsveitur þar sem áhættamat á mengun hefur ekki verið framkvæmt og áhættan á vatnsbólinu er eingöngu metin sem gott, sæmilegt eða lélegt ástand vatnsbóls. Áhættuúttekir fyrir minni vatnsból. Vatnaverkfræðistofa Háskóla Íslands í samvinnu við Háskólann í Surrey á Englandi og þrjú heilbrigðiseftirlit, Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, er að vinna að áhættumatsformi fyrir minni vatnsveitur. Það byggir á formi sem hefur verið þróað af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni en er aðlagað að íslenskum aðstæðum. Áhættuúttektir eiga að meta ástand vatnsbóls og hættur á mengun á vatninu. Það byggir á að meta hönnun, viðhald vatnstökumannvirkja og mengunarhættu í nágrenni vatnsbóls. Mælingar á vatnsgæðum. Mikilvægt er að fylgjast vel með gæðum neysluvatns, sérstaklega þar sem hætta er á yfirborðsmengun og þá helst með raunmælingum. Veitur ohf hafa komið upp raunmælingu á örverum á vatni frá nokkrum borholum á Heiðmerkursvæðinu (Guðmundsson, 2019). Það er svonefndur Flow cytometry mælir sem greinir allar örverur í vatni og gefur niðurstöður á 30 mínútna fresti. Aðferðin greinir ekki hverskonar örverur, þ.e. sjúkdómsvaldandi eða skaðlausar er um að ræða en segir til hvort gerlamagn er að aukast í vatninu. Bætt tækni og fljótvirkari mælingar á vatnsgæðum er ein af leiðunum sem stefnt er að í nýrri EB tilskipun. Þörf er á fljótvirkari og nákvæmari greiningu á sjúkdómsvaldandi örverum til að auka öryggi og fyrirbyggja hópsýkingar. DNA tækni hefur verið að fleygja fram og möguleikar á að mæla samtímis margar tegundir af sjúkdómsvaldandi örverum eru að koma fram á sjónarsviðið (Gunnarsdottir et. al, 2019). Mikilvægt er fyrir vatnsveitur að fylgjast vel með á þessu sviði. Viðhald og vatnshreinsun. Nauðsynlegt er því að huga vel að öllum frágangi og viðhaldi vatnstöku- mannvirkja. Þar sem hætta er á blöndun frá yfirborðsvatni getur verið nauðsynlegt að koma fyrir búnaði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.