Verktækni - 2019, Side 23

Verktækni - 2019, Side 23
23 Aðferðafræði Þessi rannsókn var framkvæmd annars vegar með greiningu á ritrýndum greinum til að finna fyrri rannsóknir á þessu sviði og hins vegar með greiningu á gögnum sem safnað var á þeim 12 árum sem fyrsta árs námskeiðið „Tölvuteikning og framsetning“ var kennt í véla- og iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Staða þekkingar Stuðst var við Web of Science gagnagrunninn, sem hefur sérstaka stöðu í vísindasamfélaginu og er viðhaldið af Clarivate Analytics, þegar leitað var að fyrri rannsóknum á tengslum vendikennslu og árangurs nemenda. Leitað var að greinum með tveimur leitarskilyrðum. Skilyrðin sem notuð voru við fyrri leitina voru: TS = (Student* NEAR (perc* OR asses* OR measur* OR eval*) AND ((revers* OR flip* OR invert*) NEAR/2 (classroom* OR teach*) )) AND SU=("EDUCATION SCIENTIFIC DISCIPLINES" OR "EDUCATION EDUCATIONAL RESEARCH"). Leitin skilaði 83 niðurstöðum (6. júní 2016). Leitarskilyrðin sem notuð voru fyrir seinni leitina voru: TS = (((revers* OR flip* OR invert*) NEAR/2 (classroom* OR teach*)) AND engineering* ) AND SU=("EDUCATION SCIENTIFIC DISCIPLINES" OR "EDUCATION EDUCATIONAL RESEARCH") Leitin skilaði 16 niðurstöðum (6. júní 2016). Samanlagt fengust því 91 leitarniðstöður. Útdrættir þessara greina voru lesnir með það að markmiði að finna greinar sem tengdust efni þessarar rannsóknar. Eftir lesturinn fækkaði greinunum niður í 53 og stuðst var við þær við skrif þessarar greinar. Gagnasöfnun Til að sannreyna tilgáturnar þá voru notuð þrjú sett af gögnum. Gögnin komu frá 12 ára sögu fyrsta árs verkfræðinámskeiðs í tækniteikningu. Á árunum 2004-2016, þá var fjöldi nemenda í lokaprófi á bilinu 70 og 90, samtals 945 nemendur öll árin. Flöktið í fjölda nemenda sem þreyttu lokaprófið á hverju ári má rekja til margra þátta; t.d. fjölda nemenda sem hefja nám í verkfræði á hverju ári og fjölda nemenda sem hætta námi á fyrsta ári. Það má benda hér á að þar sem engin skólagjöld eru innheimt í Háskóla Íslands – einungis skráningargjöld – þá er mögulegt að skuldbinding nemenda sé ekki eins mikil og ef þeir greiddu skólagjöld. Öll 12 árin sá sami fyrirlesari um fyrirlestrana, skipulagi námskeiðsins var haldið óbreyttu, markmiðum námskeiðsins haldið óbreyttum og kennslubókin (á ensku) var einnig sú sama. Skipt var þrisvar um aðstoðarkennara á tímabilinu og komu þeir úr röðum fyrrverandi nemenda. Hluti af mati nemenda var 3 klukkutíma lokapróf þar sem nemendur voru prófaðir í teikniaðferðum. Á hverju ári höfðu nemendur aðgang að lokaprófum síðustu ára og vikuverkefni hvers árs byggðu á lokaprófum síðasta árs. Námskeiðið sitja nemendur í iðnaðar- og vélaverkfræði á öðru misseri (1. ár) í BS námi. Námskeiðið er 6 ECTS (150-180 klst.) og er haldið hvert vor og kennt á íslensku. Námskeiðið kynnir grunnhugtök og aðferðir við gerð verkfræðilegra teikninga og framsetningu á tæknilegum upplýsingum. Í hverri viku voru haldnir tveir fyrirlestrar (80 mín.) og tveir tölvuverstímar (80 mín.). Í 10 vikur unnu nemendur vikuleg heimaverkefni sem skilað var útprentuðum. Nemendur gátu valið um að vinna verkefnin sem einstaklingsverkefni eða hópverkefni í litlum hópi (2 til 3 nemendur). Verkefni voru metin til einkunnar af aðstoðakennurum og skilað aftur í tölvuverstíma þegar unnið var að næstu verkefnaskilum. Vikuverkefnin og lokaprófið voru á íslensku. Árið 2015 var skipt yfir í vendikennslu. Hefðbundnu fyrirlestrunum var skipt út fyrir tveggja tíma upptökur sem gerðar voru aðgengilegar á vefsíðu námskeiðsins. Upptökurnar samanstóðu af rödd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.