Verktækni - 2019, Síða 29

Verktækni - 2019, Síða 29
29 Fimm greinar fjalla um námsárangur (Kim et al., 2014; Petrillo, 2016; Porcaro et al., 2016; Ryan & Reid, 2016; Swart & Wuensch, 2016). Nokkrir rannsakendur komast að því að aukin ánægja verði til þess að nemendur muni námsefnið betur (Swart & Wuensch, 2016), á meðan Porcaro et al. (2016) sjá aukningu í fjölda nemenda sem ná prófi (frá 47% með hefðbundnum fyrirlestrum yfir í um 56–65% þegar skipt var yfir í vendikennslu). Ryan and Reid (2016) sáu 56% fækkun í fjölda nemenda sem sögðu sig úr námskeiðinu eða fengu einkunnirnar F og D. Kim et al. (2014) komust að sambærilegum niðurstöðum þar sem fjöldi nemenda sem fékk einkunnina C eða lægra minnkaði úr 44% niður í 17%. Greinar um vendikennslu eru almennt sammála um að áhrif vendikennslu eru í flestum tilvikum jákvæð eða hlutlaus. Einnig hefur verið greint frá öðrum ávinningi eins og að það verður minna um að nemendur séu að sinna mörgum verkefnum á sama tíma en þegar stuðst er við hefðbundna fyrirlestraformið (McLean et al., 2016). Greinum um vendikennslu, sem tengjast þessari rannsókn, má skipta í tvennt. Annars vegar er vendikennsla þar sem fyrirlestrar eru teknir upp og fyrirlestratímarnir eru nýttir til að beita námsefninu á verkefni en nemendur skila ekki niðurstöðum sínum í lok tímans. Hins vegar er sambærileg vendikennsla þar sem nemendur skila niðurstöðum sínum í lok tímans. Báðar aðferðirnar geta haft skilaverkefni sem unnin eru fyrir utan fyrirlestratímans. Battaglia and Kaya (2015) og Hotle and Garrow (2016) tilheyra fyrri hópnum en sjá engan ávinning með vendikennslu. Hoole et al. (2015) tilheyra einnig fyrri hópnum og nýttu fyrirlestrana til að ræða erfið hugtök en mældu ekki frammistöðu nemendanna. Allir þessir höfundar lögðu fyrir heima- og skilaverkefni en þau voru ekki unnin í fyrirlestratímum. Kim et al. (2014) tilheyra seinni hópnum. Þeir bera vendikennslu saman við hefðbundna fyrirlestra og greina frá því að mun fleiri nemendur nái prófinu en meðal frammistaðan jókst ekki. Mason et al. (2013) lögðu fyrir verkefni í fyrirlestratímum og greina frá því að frammistaða nemenda var annað hvort betri eða sú sama og þegar stuðst var við hefðbundna fyrirlestra. Tanner and Scott (2015) lögðu einnig fyrir verkefni í fyrirlestratímum sem skilað var inn í lok tímans en þeir greina ekki frá áhrifum á frammistöðu einungis frá aukinni ánægju nemenda. Út frá greinunum þá virðast vera jákvæð fylgni milli þess að nemendur vinni verkefni í tímum og betri frammistöðu þeirra. Niðurstöður Rannsóknin er framhald rannsóknar þar sem höfundar könnuðu samhengið milli verkefnaálags og prófseinkunna (Unnthorsson & Oddsson, 2015). Niðurstöðurnar væri hægt að setja fram á tvo vegu. Annars vegar með því að bera niðurstöðurnar saman við fyrri rannsóknina og hins vegar með því að skoða áhrif vendikennslunnar. Samanburður við eldri rannsóknina er ekki gerður hér því það myndi draga athygli frá markmiði rannsóknarinnar. Markmiðið er að sjá hvort það sé ávinningur fyrir nemendur að nota vendikennslu í stað hefðbundinna fyrirlestra – mælt með frammistöðu á prófi og ánægju nemenda með námskeiðið. Til þess að greina þetta eru notuð gögn frá 12 ára kennslu fyrsta árs verkfræðinámskeiðs í tækniteikningu og einkunnir og endurgjöf 945 nemenda. Tafla 5 inniheldur samantekt á breytunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.