Verktækni - 2019, Page 31
31
Mynd 6 Kassamynd af einkunnum með mismunandi meðferðum
Með sjónskoðun á Mynd 6 má sjá að miðgildi einkunna hækkaði eftir að skipt var yfir í vendikennslu og
að síðasta útfærslan hefur hæsta miðgildið. Tukey HSD próf var notað til að prófa hvort
meðalprófseinkunn meðferðanna þriggja séu tölfræðilega frábrugðnar, Tafla 7 sýnir niðurstöðurnar.
Tafla 7 Tukey HSD (95% öryggisbil)
Meðferð p leiðr. p leiðr.
T1 T2
T2 0,01
T3 0,01 0,99
Nákvæmari gildi á p-gildunum voru p = 0,0064 þegar T2 var borið saman við T1 og p = 0,0128 þegar T3
var borið saman við T1. Samkvæmt þessum niðurstöðum þá er ekki hægt að hafna núll tilgátunni fyrir
tilgátu H1, það er að vendikennsla leiðir af sér betri prófseinkunnir.
Munur á T2 og T3 er ekki tölfræðilega marktækur (p = 0.99) sem þýðir að við höfnum núll tilgátu fyrir
tilgátu H2, þ.e., að það sé samhengi milli verkefna í fyrirlestratímum og meðaleinkunnar á lokaprófi.
Höfnun tilgátu H2 kom á óvart þar sem tilgáta H2 var í samræmi við tilfinningu höfunda. Höfundar
ákváðu því að kanna þetta frekar því þeir töldu að ná mætti betri árangri en í T2, með
viðbótarfyrirlestrum og fyrirlestraæfingum, sem varð aðferð T3.
Vendikennsla með æfingum
Árið 2016 var gerð breyting á vendikennslufyrirkomulaginu þannig að í stað þess að vera einungis með
fyrirspurnatíma þá var tíminn nýttur til að fara yfir valin hugtök og aðferðir (oft eftir óskum nemenda)
ásamt því að í annarri hverri viku voru lögð verkefni fyrir nemendur í lok tímans til að æfa þá í að beita