Verktækni - 2019, Síða 33

Verktækni - 2019, Síða 33
33 Sjónskoðun bendir til þess að því oftar sem nemendur mættu (leystu fyrirlestraverkefni) því hærri einkunn þeir fengu á lokaprófi. T-próf var notað til að prófa hvort hallatala aðhvarfslínunnar væri frábrugðin núlli. Prófstikinn var ákvarðaður sem |𝑡(65)| = 1.74 og p-gildið p = 0.087. Samkvæmt þessu þá getum við ekki hafnað núll tilgátunni – að hallatalan sé núll – því prófstikinn sem |𝑡(65)| = 1.74 er ekki hærri en 2. Ennfremur, þar sem p-gildið er hærra en 0.05 þá getum við ekki hafnað tilgátunni ef stuðst er við 95% öryggisbil. Hinsvegar, ef stuðst er við 90% öryggisbil þá er hægt að hafna tilgátunni. Þessi niðurstaða er hvetjandi og kallar á frekari rannsókn. Umræða Niðurstöðurnar sýna að með vendkennsluaðferðunum tveimur fékkst fram betri frammistaða hjá nemendum á lokaprófi en með hefðbundnum fyrirlestrum (T1). Höfundar hafa birt greiningu á 10 ára sögu námskeiðsins þar sem var stuðst við hefðbundna fyrirlestra. Niðurstöðurnar bentu til þess að verkefnaálagið væri ekki rétta breytan – eða meðferðin – til að bæta frammistöðu nemenda á lokaprófinu. Hinar meðferðirnar tvær (T2 og T3), sem voru rannsakaðar í þessari rannsókn bættu hins vegar frammistöðu nemenda. Meðferð tvö (T2) gekk út á að skipta hefðbundnum fyrirlestrum út fyrir upptökur af fyrirlestrum sem voru gerðar aðgengilegar á vef námskeiðsins. Tíminn sem annars hefði farið í hefðbundna fyrirlestra var nýttur til þess að svara spurningum nemenda um námsefnið – þessir tímar voru kallaðir fyrirspurnatímar. Athyglivert er að þessi meðferð, þ.e. að nota vendikennslu, gefur tölfræðilega marktækar niðurstöður í fyrsta skipti sem henni var beitt. En allar breytingarnar sem gerðar voru á vinnuálagi nemenda í 10 ár (Unnthorsson & Oddsson, 2015) gáfu ekki marktækar niðurstöður. Með því að skipta yfir í vendikennslu var einungis breytt hvernig námsefninu var miðlað til nemenda af kennara – námsefninu og innihaldi fyrirlestranna var haldið óbreyttu og kennarinn var sá sami og áður. Þetta bendir til þess að ástæðan fyrir því að frammistaða nemenda batnar með T2 felist í fyrirlestrunum og að hefðbundnir fyrirlestrar henti ekki námsvenjum nemenda. Reynsla höfunda er að það er algengt að nemendur mæti ekki undirbúnir í fyrirlestra sem verður til þess að þeir eiga erfitt með að fylgja kennara eftir og hætta þá að hlusta og snúa sér að öðru – t.a.m. hverfi í heim samfélagsmiðla. Það eru einnig dæmi um að nemendur missi þráðinn en vilji ekki trufla og snúi sér að öðru. Niðurstöður M2 sýna að með því að skipta einungis út hefðbundnum fyrirlestrum fyrir upptökur af fyrirlestrum þá ná nemendur betur að tileinka sér námsefnið – sem er þó vel framsett í kennslubókinni (á ensku). Yfir önnina fengu höfundar einnig jákvæða endurgjöf frá nemendum varðandi að bjóða upp á upptökur af fyrirlestrum. En meðferðin fékk einnig neikvæða endurgjöf frá nokkrum nemendum í kennslukönnun. Nokkrir nemendur kvörtuðu yfir því að hitta ekki kennarann á meðan þeir væru að horfa á fyrirlesturinn því þeir þyrftu að spyrja strax til að geta haldið áfram. Aðrir sögðu að kennarinn hefði engan áhuga á námskeiðinu – að kennarinn nennti ekki að kenna og gerði bara upptökur. Leiða má líkur að því að þessir nemendur hafi ekki mætt í fyrirspurnatímana. Nemendur sem nýttu sér fyrirspurnatímana í hverri viku voru um 5 (10% af nemendunum). Einn nemandi fann þörf á því að kvarta yfir reglulegum 1-2 sekúndu þögnum milli setninga í upptökunum því samanlagt yrðu þessar sekúndur að dýrmætum mínútum. Þriðja meðferðin (T3) var hönnuð með það að markmiði að gera nemendur virkari í náminu. Til að auka virkni nemendanna var annarri meðferðinni (T2) breytt örlítið. Ákveðið var að nota fyrirspurnatímana (sem í T1 voru nýttir í hefðbundna fyrirlestra) til að fara yfir valin hugtök og aðferðir auk þess að þjálfa nemendur í að leysa teikniverkefni í höndunum. Efnið sem var farið yfir var valið af þeim nemendum sem mættu í tímana en ef engar sérstakar óskir voru bornar upp þá fór kennarinn yfir efni sem hann valdi sjálfur. Í lok annars hvers tíma voru lögð verkefni fyrir nemendur sem þeir voru beðnir um að leysa og skila inn í lok tímans. Nemendur máttu hjálpast að og biðja kennara um hjálp. Niðurstöðurnar sýna að ekki er hægt að hafna því að frammistaða nemenda var betri með þriðju meðferðinni (T3) en með annarri meðferðinni (T2). Munurinn er tölfræðilega marktækur með 90% öryggisbili. Niðurstöðurnar sýna einnig að ánægja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.