Verktækni - 2019, Síða 34

Verktækni - 2019, Síða 34
34 nemenda með námskeiðið var mun meiri en með T2 – í raun var það mesta ánægja sem hafði mælst fyrir námskeiðið öll árin. Þær niðurstöður okkar sem hér eru kynntar eru í takt við fyrri rannsóknir (Battaglia & Kaya, 2015; Hoole et al., 2015; Hotle & Garrow, 2016; Kim et al., 2014; Mason et al., 2013; Tanner & Scott, 2015) þrátt fyrir að þær séu fengnar með öðrum hætti en hér var gert. Þessum rannsóknum ber saman um að æfingar eru nauðsynlegur hluti vendikennslunnar en að þær leiði ekki endilega til betri frammistöðu nemenda. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að vendikennsla með tímaverkefnum auki ánægju nemenda og tímaverkefnin virðast bæta frammistöðu nemenda. Við heimildaleit fannst engin rannsókn sem gerði mælingar á áhrifum tímaverkefna eins og hér var gert. Prófanir á þessum áhrifum bíða frekari rannsókna. Kennarinn var einnig ánægðari með fyrirlestratímana vegna þess að ekki þurfti að fara yfir allt námsefnið, nemendur voru virkari í að spyrja og betra andrúmsloft myndaðist í tímanum. Það var meðal annars vegna þess að hann upplifði minni pressu á að komast yfir allt námsefni vikunnar í fyrirlestratímunum – upptökur af fyrirlestrum sem tóku á öllu námsefninu voru aðgengilegar nemendum á vef námskeiðsins. Kennarinn gat því nýtt tímana til að taka ítarlegra fyrir erfið hugtök og aðferðir en áður sem varð örugglega til þess að kennarinn virkaði vingjarnlegri gagnvart nemendunum. Samantekt Megintilgátan hér er að að kennsluaðferð hafi áhrif á frammistöðu nemenda. Höfundar breyttu kennsluaðferð frá hefðbundnum fyrirlestrum yfir í vendikennslu; þ.e. upptökur af fyrirlestrum voru gerðar aðgengilegar nemendum á vef námskeiðsins. Tölfræðilega marktækar niðurstöður sýna að vendikennsla hefur jákvæð áhrif á frammistöðu nemenda á lokaprófi. Hins vegar fékkst ekki tölfræðilega marktækur munur á vendikennsluaðferðunum tveimur en frekari greining leiddi í ljós að það eru sterk tengsl á milli góðrar einkunnar á lokaprófi og að taka þátt í fyrirlestraæfingum. Álykta má út frá niðurstöðum þessarar rannsóknar að vendikennsla með fyrirlestraupptökum og æfingum í lok fyrirlestratíma er betri nálgun en aukin heimaverkefni þegar markmiðið er að bæta frammistöðu nemenda í lokaprófi. Þessi kennsluaðferð bætir einnig upplifun nemenda; þ.e. ánægja nemenda jókst þó svo að heimaverkefnaálaginu væri haldið óbreyttu. Út frá niðurstöðum þessarar rannsóknar þá hafa höfundar gert smávægilegar breytingar á meðferð M3. Meginbreytingarnar eru að æfingar verða í lok hvers fyrirlestratíma – í stað þess að hafa þær í helmingi þeirra – og einungis raunverulegar tilraunir til úrlausnar verða samþykktar sem skil. Höfundar ætla sér að prófa þessar breytingar og birta niðurstöðurnar síðar. Heimildir Al-Zahrani, A. M. (2015). From passive to active: The impact of the flipped classroom through social learning platforms on higher education students' creative thinking. British Journal of Educational Technology, 46(6), 1133-1148. doi:10.1111/bjet.12353 Baepler, P., Walker, J. D., & Driessen, M. (2014). It's not about seat time: Blending, flipping, and efficiency in active learning classrooms. Computers & Education, 78, 227-236. doi:10.1016/j.compedu.2014.06.006 Balan, P., Clark, M., & Restall, G. (2015). Preparing students for Flipped or Team-Based Learning methods. Education and Training, 57(6), 639-657. doi:10.1108/et-07-2014-0088 Battaglia, D. M., & Kaya, T. (2015). How Flipping Your First-Year Digital Circuits Course Positively Affects Student Perceptions and Learning. International Journal of Engineering Education, 31(4), 1126- 1138.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.