Verktækni - 2019, Qupperneq 43
43
Tafla 9: Tæknilegar upplýsingar um sólarsellur IKEA.
BISOL BMU270-35 Eiginleiki
Tegund Fjölkristalla silikon
Nýtni sólarsellu (e. cell efficiency) 18,5 %
Nýtni sólarpanels (e. module efficiency) 16,5 %
Hámarks afl (e. maximum power (Pmax)) 270 W
Hámarks spenna (e. Maximum power voltage (Vpm)) 30,5 V
Mesti rafstraumur (Ipm) 8,85 A
Mesta spenna kerfis (Vdc) 1.000 V
Hitastuðull fyrir Pmax +0,049%/K
Heilarflatarmál panela 106,2 m2
NOCT (e. Normal operating cell temperature) 44 °C
Sólarpanelarnir koma með 15 ára framleiðsluábyrgð ásamt 25 ára ábyrgð á því að ekki minna en 85% af
uppgefnum afköstum sellunnar sé náð. Því má gera ráð fyrir að afkastageta sólarsellunnar minnki um
0,6% á hverju ári (BISOL, 2018).
Aðferðir
Gögn
Veðurstofa Íslands mælir á veðurstofuhæð í Reykjavík heildargeislun á láréttan flöt (óvissa ±5 𝑊/𝑚2) á
klukkustundar fresti með sjálfvirkum CM22 mæli af gerð Kipp & Zonen. Þessi mæligildi fengust fyrir árin
2008-2019. Mælingar á alls framleiddri raforku IKEA (bæði jafnstraum og riðstraum) í vatt-stundir
fengust fyrir panela á þaki og hins vegar panela á vegg. Vandamál voru í upphafi mælinga á tímabilinu
15. júní 2018 fram til 22. ágúst 2018. Þess vegna verður viðmiðunarárið í þessu verkefni 1. september
2018 og nær fram til 30. ágúst 2019.
Aðskilnaður beinnar og dreifðar geislunar á láréttan flöt
Gögnin frá Veðurstofu Íslands eru heildargeislun á láréttan flöt (𝐼𝑡), sem innifelur bæði beina sólgeislun (
𝐼𝑏) og óbeina geislun frá himinhvolfi ( 𝐼𝑑), þ.e.
𝐼𝑡 = 𝐼𝑏 + 𝐼𝑑 ( 1 )
Bein geislun er sú geislun sem lendir beint á yfirborð jarðar frá sólinni. Óbein geislun er dreifð geislun
sem kemur frá öllu himinhvolfinu. Óbein geislun veldur ekki skugga eins og bein sólargeislun, sem er
mjög stefnuháð. Á skýjuðum degi kemur næstum öll orka sólarsellu frá óbeinni geislun meðan á
heiðskírum degi er aðeins um 15-20% heildargeislunar óbein (Axaopoulos, 2015).
Óbein geislun var metin sem
𝐼𝑑 = 𝐼𝑡 ∗ 𝑘𝑑 ( 2 )
Stuðull óbeinnar geislunar af heild, 𝑘𝑑, var fenginn frá reynsluvensli Lam og Li (1996) sem
𝑘𝑑 = { 0,974 𝑘𝑡 ≤ 0,151,192 − 1,349𝑘𝑡 0,15 < 𝑘𝑡 ≤ 0,70,259 𝑘𝑡 > 0,7 ( 3 )