Verktækni - 2019, Síða 47
47
Tafla 10: Meðalframmistaða sólarsafnkerfis IKEA
Mælikvarði Enska Lýsing Meðaltal
Viðmiðunarstuðull Reference yield Hlutfall mældrar inngeislunar
(kWh/m2/dag) og
viðmiðunargeislunar (1 kW/m2)
2,7 klst/dag
Safnkerfisstuðull Array yield Hlutfall mælds jafnstraum (DC,
kWh/dag) við uppgefið afl
safnkerfis (IKEA: 17,55 kW)
1,94 klst/dag
Lokastuðull Final yield Hlutfall mælds riðstraums (AC)
við uppgefið afl safnkerfis
1,89 klst/dag
Nýtingarhlutfall Performance
ratio
Hlutfall framleiddrar orku og
hámarksframleiðslugetu
69%
Framleiðslugeta Capacity factor Hlutfall af framleiddri orku kerfis
og þeirri orku sem kerfið hefði
geta framleitt væri það með full
afköst allan tímann (IKEA: 12,5
MWh / 153 MWh)
8,1%
Nýtni sólarsellu PV module
efficiency
Hlutfall mældrar jafnstraumsorku
og heildargeislunar orku á
láréttan flöt
9,8%
Skilvirkni safnkerfis System efficiency Hlutfall mældrar riðstraums orku
og heildargeislunar orku á
láréttan flöt
9,4%
Skilvirkni
spennubreytis
Inverter
efficiency
Hlutfall mælds riðstraums og
jafnstraums
95,2%
Niðurstöður
Sólarorka í Reykjavík
Ísland er staðsett norðarlega í Evrópu og fjöldi sólartíma hér á landi því minni heldur en í löndum nær
miðbaugi. Árleg heildargeislun sólar á láréttan flöt hefur verið mæld á klukkustundar fresti síðan 2008 í
Reykjavík af Veðurstofu Íslands. Mánaðarleg geislun á tímabilinu 2008-2018 var að meðaltali minnst 1,8
kWh/m2 í desember og mest 140 kWh/m2 í júlí (mynd 4). Mánaðarlegt meðaltal er 64,8 kWh/m2 og
heildargeislun yfir árið 780 kWh/m2. Bein geislun var metin sem ráðandi á ársgrundvelli, eða 55% af
heildargeislun (sjá jöfnur 2-8), sem samræmist niðurstöðum á suðlægari breiddargráðum í mið-Evrópu
(Axaopoulos, 2015). Óbein geislun frá himinhvolfi var hins vegar ráðandi á veturna. Mæld heildargeislun
yfir athugunarárið var aðeins yfir meðaltali, eða 844 Wh/m2.