Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 24
22 framselt að nánar tilteknum skilyrðum uppfylltum til stjórnvalda.43 Í tilviki sérstakra eignarnámsheimilda hefur löggjafinn sjálfur tekið beina afstöðu til allra þátta eignarnámsins og þá bæði réttmætis- og nauðsynjaþáttarins. Lagaákvæðið sjálft útlistar þá efni, tilgang, andlag og útfærslu eignarnámsins. Á skýrleika slíkra eignarnámsheimilda sýnist þó oft hafa verið nokkur misbrestur en þær eru miklu mun sjaldgæfari og afar fáar frá seinni árum.44 Raunar má flokka hinar sérstöku eignarnámsheimildir með nánari hætti. Þannig má annars vegar nefna lagaákvæði þar sem veitt er heimild til eignarnáms á tiltekinni fasteign eða hluta hennar með þeim hætti að niðurnjörvað er til hvaða svæðis heimildin tekur. Sem dæmi má nefna lög nr. 22/1988 um heimild fyrir Reykjavíkurborg til þess að taka eignarnámi hluta af landi jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi, en með 1. gr. laganna var borgarstjórn veitt heimild til eignarnáms á tiltekinni landspildu sem var afmörkuð í ákvæðinu, auk þess sem tiltekið var að eignarnámsheimildin tæki til lands er væri 46,3 ha að stærð. Hins vegar má finna þess dæmi að lög heimili eignarnám vegna einstakrar framkvæmdar án þess að tilgreint sé með afdráttarlausum hætti til hvaða landsvæðis heimildin tekur. Sem dæmi má nefna lög nr. 66/2008 um Landeyjahöfn þar sem ráðherra var heimilað að ákveða, að fengnum tillögum Vegagerðarinnar, að ríkið tæki eignarnámi „nauðsynlegt land fyrir Landeyjahöfn“, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Að sama skapi má nefna lög nr. 45/1990 um vegtengingu um utanverðan Hvalfjörð, en þar segir í 5. gr. að ef samkomulag náist ekki um kaup á landi og efni sem þörf verði á vegna framkvæmda samkvæmt lögunum sé Samgöngustofu heimilt eignarnám samkvæmt X. kafla vegalaga. Ríkjandi tilhögun að lögum er hins vegar sú að eignarnáms- heimildir séu almennar. Veitt er almenn heimild til eignarnáms við nánar tilteknar aðstæður í þágu ákveðinnar starfsemi eða aðstöðu, 43 Gaukur Jörundsson: Eignaréttur, bls. 85-90, Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur. Mannréttindi, bls. 470-473 og Valgerður Sólnes: „Neyðarlagadómarnir og friðhelgi eignar- réttar", bls. 382. 44 Sjá í dæmaskyni lög nr. 11/1936 um eignarnámsheimild á nokkrum löndum og á afnotarétti landsvæða í Hafnarfirði, Garðahreppi og Grindavíkurhreppi og um stækkun lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðarkaupstaðar; lög nr. 57/1942 um heimild fyrir Reykjavík til þess að taka eignarnámi hluta af landi jarðarinnar Vatnsenda í Seltjarnarneshreppi; lög nr. 30/1945 um heimild fyrir Ólafsfjarðarkaupstað til að taka eignarnámi lóðarréttindi nálægt landamerkjum Brimness og Hornbrekku; lög nr. 17/1957 um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka eignarnámi jarðirnar Bor, Dynjanda og Rauðsstaði í Auðkúluhreppi, Vestur Ísafjarðarsýslu; lög nr. 57/1979 um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka eignarnámi hluta jarðarinnar Deildartungu í Reykholtsdalhreppi ásamt jarðhitaréttindum og lög nr. 22/1988 um heimild fyrir Reykjavíkurborg til þess að taka eignarnámi hluta af landi jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogskaupstað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.