Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 101

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 101
99 svo alvarlegt að það hafi leitt af sér þá yfirvofandi ógn sem lýst er í ákvæðinu. Í greinargerð segir:67 Samkvæmt 1. mgr. ákvæðisins er það gert að skilyrði að háttsemi sé endur- tekin eða alvarleg svo hún verði refsiverð samkvæmt ákvæðinu. Með því að háttsemi sé endurtekin er vísað til þess að hún hafi staðið yfir í lengri eða skemmri tíma þannig að telja megi að viðvarandi ógnarástand hafi skapast. Þó er ekki útilokað að einstakt brot geti fallið undir ákvæðið ef það nær tilteknu alvarleikastigi. Minni háttar brot sem ekki ná því stigi gætu eftir sem áður varðað við vægari refsiákvæði eins og 1. mgr. 217. gr. laganna. Í H 93/2013 og H 300/2015 er sakfellt fyrir eina líkamsárás, sbr 1. mgr. 217. gr. hgl. Í báðum tilvikum voru þolendur karlmenn, annars vegar faðir geranda og hins vegar fyrrverandi tengdafaðir. Í H 214/2013 var maður sakfelldur fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína í sumarbústað, sbr. 1. mgr. 217. gr. hgl. Þau höfðu farið þangað tvö saman til að reyna hvort grundvöllur væri fyrir frekara sambandi þeirra í milli. Í málinu kemur ekki fram að sakfelldi hafi beitt konuna ofbeldi við fleiri tækifæri. Eins og málavöxtum er háttað í þessum þremur dómum er ósennilegt að brotin yrðu heimfærð undir 1. mgr. 218. gr. b. Í H 508/2014 er aftur á móti karlmaður sakfelldur fyrir gróft ofbeldi og kynferðisbrot gegn fyrrverandi unnustu sinni og barnsmóður, sbr. 1. mgr. 194., 1. mgr. 217., 1. mgr. 226. og 233. gr. hgl. Við ákvörðun refsingar var m.a. horft til þess að nauðgunarbrot hans var framið á sérstaklega meiðandi hátt, sbr. c-lið 195. gr. hgl. og hann dæmdur til sex ára fangelsisvistar. Þessi dómur er dæmi um refsiverða háttsemi sem gæti náð því alvarleikastigi sem 1. mgr. eða jafnvel 2. mgr. 218. gr. b áskilur. Samkvæmt dómunum sem reifaðir eru skipta eftirfarandi atriði máli við ákvörðun refsingar: a) Endurtekin brot. Fjöldi tilvika skiptir máli. Sakfellt er fyrir fleiri en eina líkamsárás gegn sama þolanda í H 121/2012 (tvær árásir á sambýliskonu), H 361/2012 (þrjár árásir á fyrrverandi eiginkonu), H 757/2013 (tvær árásir á sambýliskonu), H 68/2014 (tvær árásir á sambýliskonu) og H 843/2014 (fjórar árásir á sambýliskonu). b) Grófleiki árásar. Sú háttsemi manns „að sparka í skóm með hörðum botni í höfuð“ stjúpdóttur sinnar er metin sem „sérstaklega hættuleg líkamsárás“ og felld undir 2. mgr. 218. gr. hgl., sbr. H 125/2015. Sú háttsemi manns að sparka í höfuð sambýliskonu sinnar, sem hann hafði ýtt í gólfið, þannig að „við spörk hans slóst höfuð brotaþola utan 67 Sjá skýringar með 4. gr. frumvarpsins, sbr. þskj. 547, 401. mál, 145. löggjafarþing (2015–2016).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.