Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 106

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Blaðsíða 106
104 Hugtakið „heimilisofbeldi“ kemur ekki fyrir í lagatextanum sjálfum en er undirliggjandi. Það er iðulega dregið fram í greinargerð, með frum varpi því er varð að lögum nr. 23/2016, innan sviga strax á eftir orðunum „brot í nánu sambandi“ til nánari útskýringar. Áherslan liggur á stöðu þolandans gagnvart gerandanum og ekki er skilyrði að brot sé framið innan veggja heimilisins. Litið er til tengsla þolanda og geranda og þess rofs á trúnaði og trausti sem í háttseminni felst. Tengslin eru útgangspunkturinn en ekki brotavettvangurinn. Eitt yfirlýstra markmiða með nýmæli 218. gr. b er að auka réttar- vernd barna sem búa við ofbeldi, óháð því hvort háttsemi beinist gegn þeim eða ekki. Lengi vel var gerður greinarmunur á því hvort börn urðu vitni að ofbeldi eða urðu beinlínis sjálf fyrir því. Þeim greinarmun hefur nú verið kollvarpað, enda hafa rannsóknir sýnt að afleiðingarnar eru sambærilegar. Þá er nýmæli 218. gr. b fyrst og fremst beint gegn endurteknu ofbeldi, en þeim möguleika haldið opnum að einstök tilvik geti fallið undir ef þau eru nægilega alvarleg til að þau verði talin skapa þá ógn sem tilskilin er. Með endurtekinni háttsemi er átt við að háttsemi hafi staðið yfir í lengri eða skemmri tíma, þannig að telja megi að viðvarandi ógnarástand hafi skapast í lífi þolandans. Í ákvæðinu eru fjórar verknaðaraðferðir nefndar í dæmaskyni en þær eru ekki tæmandi taldar. Með orðunum „á annan hátt“ er vísað til aðferða eins og félagslegs ofbeldis, andlegs ofbeldis og fjárhagslegs ofbeldis. Þessar aðferðir hafa fram til þessa ekki verið viðurkenndar sem sjálfstæður refsiverður verknaður, en þær geta verið til þess fallnar að ógna lífi, heilsu og velferð þess sem verður fyrir barðinu á þeim. Í tengslum við lögfestingu 218. gr. b var sú breyting gerð á fyrningarreglum hegningarlaganna að lagagreininni var bætt við upptalningu á þeim alvarlegu brotum sem aldrei byrja að fyrnast fyrr en þolandi hefur náð 18 ára aldri, sbr. síðari málslið 1. mgr. 82. gr. Er það í samræmi við það sjónarmið að hvorki sé sanngjarnt né eðlilegt að leggja það á einstakling á barnsaldri að bregðast við svo grófum brotum. Lögreglustjórar fara með ákæruvald í málum af þessum toga. Í áttunda kafla eru rakin hin refsipólitísku, samfélagslegu og afbrotafræðilegu rök sem búa að baki 218. gr. b. Áberandi er aukin þörf kvenna fyrir vernd gegn kynbundnu ofbeldi ásamt sjónarmiðum um aukna vernd barna sem búa við ofbeldi. Í níunda kafla eru reifaðir dómar Hæstaréttar, þar sem sakfellt er fyrir líkamsárás og þolandi er í nánum tengslum við geranda. Í ljós kemur að dómari horfir til eðlis tengslanna, tíðni brota, grófleika árásar, hvort börn voru viðstödd, alvarleika afleiðinganna og fjölda þolenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.